A A A
  • 2012 - Freyja Dís Hjaltadóttir
05.03.2009 - 01:19 | HS

Frá liðnu ári

Sigurður Friðrik Jónsson og Bergsveinn Gíslason.
Sigurður Friðrik Jónsson og Bergsveinn Gíslason.
Þessi ljósmynd var tekin á hinu árlega afmælismóti Magnúsar Helga Guðmundssonar í boccia 16. desember 2008 í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. Þrátt fyrir dularbúning er ekki vandséð hverjir mennirnir á myndinni eru. Þetta eru auðvitað þeir Sigurður Friðrik Jónsson, útvegs- og landbóndi á Þingeyri og Bergsveinn Gíslason, sauðfjárbóndi á Mýrum, meðlimir hinnar kunnu hljómsveitar, Harmonikukarlarnir og Lóa, sem alltaf spilar á mótunum hjá Magnúsi. Siggi Friggi og Bergsveinn á Mýrum eru dæmigerðir vestfirskir höfðingjar úr alþýðustétt sem aldrei láta haggast, hvað sem á dynur. Þrátt fyrir að eitt stykki fjármálakerfi sé ný hrunið, má sjá það á myndinni að þeir félagar láta sér fátt um finnast og taka því sem að höndum ber með bros á vör. Þannig menn eru salt jarðar!
05.03.2009 - 01:16 | Tilkynning

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins verður 8.mars

Frá Kaffidegi Dýrfirðingafélagsins 2006
Frá Kaffidegi Dýrfirðingafélagsins 2006
Hinn árlegi kaffidagur Dýrfirðingafélagsins verður haldinn í *Fella- og Hólakirkju* (Hólabergi 88 í Breiðholtinu, í næsta nágrenni Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs) *sunnudaginn 8. mars.* Sú hefð hefur skapast að Dýrfirðingar hafa fjölmennt í messu sem hefst kl. 14:00 og síðan verður sala á kaffi og meðlæti strax á eftir eða um kl. 15:00. Allur ágóði af kaffisölunni fer í sjóð sem styrkir góð málefni í Dýrafirði. Kaffinefnd félagsins, skemmtinefnd og stjórn mæta með kökur, brauð og fleira góðgæti til að hafa með kaffinu. Við minnum á að við erum ekki posavædd svo munið eftir reiðufénu!...
Meira
05.03.2009 - 01:14 | Tilkynning

Námskeið í bogasmíði hefst í kvöld

Nokkrir víkingar Vestfjarða.
Nokkrir víkingar Vestfjarða.
Námskeið í bogasmíði hefst í kvöld á vegum Víkinga á Vestfjörðum á Þingeyri. Nú um helgina 6.-8. mars, verður haldið námskeið í smíði boga eins og víkingar gerðu og notuðu fyrr á öldum. Leiðbeinandi verður Eric Zehmke frá Danmörku. Efni og verkfæri eru til staðar á námskeiðinu. Eric Zehmke hefur áður komið til Þingeyrar og haldið þar námskeið í skógerð frá frá tímum víkinga. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir fullorðna....
Meira
18.02.2009 - 01:25 | JÓH

Opinn borgarafundur í kvöld

Fundur í Félagsheimilinu í kvöld
Fundur í Félagsheimilinu í kvöld
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar heldur opna borgarafundi á Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði á miðvikudag og fimmtudag. Á fundunum verða kynntar hugmyndir að aðhalds- og hagræðingaraðgerðum og þær ræddar við bæjarbúa. Skorað er á áhugasama að mæta. Borgarafundurinn á Þingeyri verður í félagsheimilinu í kvöld, 18. febrúar kl. 20:30.
18.02.2009 - 01:23 | Tilkynning

Dragedukken á Þingeyri

Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Kynningarfundur fimmtudaginn 19. febrúar kl 20.00 í björgunarsveitarhúsinu Þingeyri.

Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri undirbýr nú uppsetningu á leik- og söngverki er ber nafnið Dragedukken. Um er að ræða mjög sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steenbach faktor á Þingeyri, sem var margt annað til lista lagt en stunda bisness, svo sem verka saltfisk. Hann gerði sér lítið fyrir og samdi tónlist við söngleikinn Dragedukken. Leikstjóri verksins verður Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri Krista Sildoja. Höfrungur boðar því til almenns kynningarfundar um verkefnið í björgunarsveitarhúsinu. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér verkefnið eru hvattir til að mæta.Það þarf margar hendur til að koma upp einu stykki músíkal sem þessu. Það þarf leikara, leikmyndasmiði, saumakonur og menn, förðunar fólk, mannskap til að sjá um auglýsingar og kynningarmál og ótal mörg störf önnur. Það væri því gaman að sjá sem flesta á fimmtudagskvöldið 19. febrúar kl. 20.00 í björgunarsveitarhúsinu Þingeyri.

...
Meira
12.02.2009 - 01:27 | Tilkynning

Íþróttaskólinn að byrja aftur

Frá Íþróttaskólanum 2006. Mynd: Guðrún Snæbjörg
Frá Íþróttaskólanum 2006. Mynd: Guðrún Snæbjörg
Íþróttaskóli Höfrungs er að byrja aftur og verður næstu 10 laugardaga fram á vor. Fyrsti tíminn er næstkomandi laugardag frá 12:30 -13:20. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 3- 5 ára (fædd 2003-2006, árgangur 2006 eru nýliðar) og er verð á hvert barn 5000 kr. Kennarar í vetur verða þær Lára Ósk og Lára Dagbjört.
Nánari upplýsingar fást í símum 849-4353 eða 868-8503.

Sjáumst hress og kát í íþróttahúsinu!

Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
„Þess vegna vilja bæjarfulltrúar Í-listans taka fram tvennt, sem þeir munu ekki samþykkja, varðandi niðurskurð fyrir árið 2009. Það er annars vegar að leggja niður skólastarf á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, að hluta eða að öllu leyti og hins vegar að leggja niður þjónustudeild aldraðra á Hlíf, á meðan ekki liggur fyrir að hjúkrunarheimili muni rísa á Ísafirði í staðinn," segir í bókun Í-listans við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, við síðari umræðu. Það sem viðkemur skólastarfi á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, í bókun Í-listans, vekur athygli en en Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Í-listans, segir marg oft hafa komið fram í máli meirihlutans á bæjarráðsfundum að skoða möguleika á að leggja niður skólastarf að hluta til á þessum þremur stöðum. „Þessar hugmyndir hafa komið fram í bæjarráði þó það hafi ekki verið bókað um þær. Þetta kemur fram í skjölum sem margir telja trúnaðarskjöl en þau eru það ekki endalaust og við viljum því taka allan vafa af um þetta," segir Magnús Reynir....
Meira
06.02.2009 - 01:33 | bb.is

Aukin starfsemi í regnbogasilungseldi

Um níu tonn eru í eldinu. Mynd: JÓH
Um níu tonn eru í eldinu. Mynd: JÓH
„Það gengur bara ljómandi vel. Þetta fór í gang í nóvember og er ennþá á tilraunastigi en gengur samt eftir áætlun," segir Brynjar Gunnarsson hjá Dýrfiski, sem er með regnbogasilungseldi í Haukdalsbótinni í Dýrafirði. Hann segir 30-35 þúsund stykki vera í eldinu eða um níu tonn. Brynjar segir þá tölu aukast í sumar og vonast til að aflinn úr eldinu fari upp í áttatíu tonn í slátrun í haust, en um 340 þúsund stykki af seiðum bíða nú í Reykjavík, en þau komu útklakin frá Danmörku í desember og fara í kvíar í Dýrafirði í júní, júlí. Brynjar segist ekki viss hvert aflinn verður seldur eftir slátrun en segir mikinn markað fyrir regnbogasilung. Hann segir að skapast hafi góður markaður í Chile þegar samskonar eldi var sett upp þar og þar vanti fisk....
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30