A A A
  • 1935 - Vagna Sólveig Vagnsdóttir
19.08.2008 - 23:09 | bb.is

Sumarhátíğ eldri borgara ağ Núpi

Eldri borgarar gera sér glağan dag ağ Núpi um helgina. Mynd: bb.is
Eldri borgarar gera sér glağan dag ağ Núpi um helgina. Mynd: bb.is
Sumarhátíð eldri borgara á Vestfjörðum verður haldin að Núpi við Dýrafjörð á laugardag. Dagskráin hefst klukkan 19 með kvöldverði. Harmonikkuleikari verður á staðnum, þannig að hægt verður að fá sér snúning. Halldór Hermannsson, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði, segir þetta kjörinn vettvang fyrir eldri borgara til að koma saman og ræða málin. Hægt er að panta gistingu að Núpi fyrir þá sem þess óska.
Hrafnhildur Skúladóttir á Şingeyri hefur lagt fram kauptilboğ í Vallargötu 1 á Şingeyri en hún sér fyrir sér ağ hægt verği ağ koma şar upp dırfirsku sögubrotasafni í húsnæğinu.
Hrafnhildur Skúladóttir á Şingeyri hefur lagt fram kauptilboğ í Vallargötu 1 á Şingeyri en hún sér fyrir sér ağ hægt verği ağ koma şar upp dırfirsku sögubrotasafni í húsnæğinu.
Hrafnhildur Skúladóttir á Þingeyri hefur lagt fram kauptilboð í Vallargötu 1 á Þingeyri en hún sér fyrir sér að hægt verði að koma þar upp dýrfirsku sögubrotasafni í húsnæðinu. Í bréfi frá Hrafnhildi til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á húsinu að innan og utan. Nái að semja um kaup á húsinu sér hún fyrir sér að loknum endurbótum að handverkshópurinn Koltra fái aðstöðu á jarðhæð hússins ásamt upplýsingamiðstöð ferðamanna sem handverkskonur hafa séð um rekstur á í fjölda ára. Einnig eru hugmyndir um að dýrfirsku sögubrotasafni verði komið á laggirnar, þar sem tímabilum í sögunni yrðu gerð skil. Í bréfinu er tilboðsverð ekki nefnt.
...
Meira
Umsjón meğ vefnum kallar EKKI á mikla tölvuşekkingu og er stırikerfiğ nánast aulaprófağ! :)
Umsjón meğ vefnum kallar EKKI á mikla tölvuşekkingu og er stırikerfiğ nánast aulaprófağ! :)
Íþróttafélagið Höfrungur sem rekur Þingeyrarvefurinn leitar eftir a.m.k. tveimur áhugasömum aðilum í umsjónarteymi varðandi umönnun Þingeyrarvefsins, s.s. uppfærsla frétta og tilkynninga og yfirumsjón með myndasíðu vefsins. Um er að ræða sjálfboðastarf sem krefst ekki mikillar tölvuþekkingar og ætti að vinnast auðveldlega með góðri teymisvinnu. Nánari upplýsingar veitir Ellert Örn í gegnum tölvupóst eða í síma 897-8636.

f.h. Þingeyrarvefsins
Ellert Örn

14.08.2008 - 23:15 | Tilkynning

Afhjúpun og gróğursetning

Föstudaginn 15. ágúst munu fulltrúar af aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður í Edenborgarhúsinu á Ísafirði og fulltrúar frá Toyota á Íslandi koma saman í skógræktarreit Toyota á Söndum í Dýrafirði, sem gróðursett var í af tilefni 25 ára afmælis Toyota umboðsins árið 1990. Afhjúpað verður merki Toyota á Íslandi og verða af því tilefni gróðursettar eitthundrað skógarplöntur sem eru gjöf Toyota umboðssins til Skógræktarfélags Dýrafjarðar. Einnig munu forsvarsmenn Toyota afhenda skógræktarfélaginu aðrar veglegar gjafir. Athöfnin hefst um kl. 14.30.
Allir eru velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Dýrafjarðar.

13.08.2008 - 23:19 | bb.is

Tónlistarveisla á Şingeyri

Sannkölluğ tónlistarveisla verğur á Şingeyri á laugardag.
Sannkölluğ tónlistarveisla verğur á Şingeyri á laugardag.
Sannkölluð tónlistarveisla verður haldin á Þingeyri á laugardag þegar stórtónleikarnir Blús og ber verða haldnir í Félagsheimili Þingeyrar. Þar koma fram gítarleikarinn Björgvin Gíslason, trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson, bassaleikarinn Tómas Tómasson og söngkonan Margrét Guðrúnardóttir ásamt Bandinu hans pabba. Að sögn Soffíu Gústafsdóttur, skipuleggjanda tónleikanna, eru tónleikarnir í tilefni af yfirvofandi stofnun Þróunarfélagi Þingeyrar. „Félagið verður stofnað á næstunni en því verður ætlað að stuðla að ferðaþjónustu og atvinnusköpun á Þingeyri. Við stefnum einnig að því að vera með ýmsa skemmtilega viðburði sem þessa og því má segja að þetta sé örlítill forsmekkur fyrir næsta sumar þegar allt verður komið í gang. Við vonumst til að mynda skemmtilega stemningu í kringum þessa tónleika og að sem flestir sjái sér fært að mæta frá nágrannabæjunum, með því viljum við beina athyglinni aðeins að okkar fallega þorpi og gefa góðan byr í seglin fyrir það sem koma skal", segir Soffía....
Meira
12.08.2008 - 23:21 | bb.is

Sundlaugum lokağ tímabundiğ

Şessir komast ekki í sund á Şingeyri şessa vikuna.
Şessir komast ekki í sund á Şingeyri şessa vikuna.
Sundlaugin á Þingeyri verður lokuð út þessa viku vegna viðgerða og viðhalds. Þá verður Sundhöllin á Ísafirði lokuð í næstu viku af sömu ástæðu, að því að fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Biðst upplýsingafulltrúinn velvirðingar fyrir hönd bæjaryfirvalda á þeim óþægindum sem þessar óhjákvæmilegu lokanir gætu valdið, og bendir fólki á að nýta einhverjar af hinum laugum Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær rekur laugar á Flateyri og Suðureyri, auk lauganna á Ísafirði og Þingeyri.
08.08.2008 - 23:26 | bb.is

Viğburğaríkur júlímánuğur

Frá Dırafjarğardögum. Ljósm: Páll Önundarson.
Frá Dırafjarğardögum. Ljósm: Páll Önundarson.
Júlí var viðburðaríkur í menningarbænum Ísafjarðarbæ en menningarlífið fór af stað með miklum krafti í mánuðinum. Leiklistarhátíðin Act alone var haldin með pompi og prakt og hefur aldrei verið stærri. Á hátíðinni léku innlendir og erlendir leikarar fjölda einleikja fyrir gesti og gangandi. Brugðið upp á þeirri nýbreytni þetta árið að bjóða einnig upp á tvíleiki, og verðlaun voru veitt fyrir best heppnuðu sýningarnar. Bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar var að vanda haldin fyrstu helgina í júlí. Í boði var ýmiskonar afþreying; keppni í strandblaki, tónleikar, leiksýningar á vegum Act alone og hin ómissandi markaðsstemmning og grillveisla á víkingasvæðinu. Hápunktur hátíðarinnar í ár var sjósetning víkingaskipsins Vésteins sem Dýrfirðingar hafa smíðað af miklum móð og ætla að gera út á ferðamenn í framtíðinni. Knattspyrnuskóli Íslands kom í bæinn í annarri viku mánaðarins og námu margir ungir fótboltakappar undir handleiðslu sér reyndari manna í nokkra daga á Þingeyri....
Meira
08.08.2008 - 23:23 | ruv.is

Vinsælt ağ aka Kjaransbraut

Elís Kjaran.
Elís Kjaran.
Þótt margir ferðamenn hér á landi snúi við þegar malbikið þrýtur þá eru aðrir sem sækjast eftir því að aka eftir holóttum malarvegum. Meðal annars nýtur einn versti og glæfralegasti vegur landsins sívaxandi vinsælda en það er vegurinn sem heimamenn í Dýrafirði kalla Kjaransbraut. Þessi leið er á köflum hin glæfralegasta. Hún þykir líka enn þann dag í dag með mestu afrekum í íslenskri vegagerð. Það var ýtustjórinn Elís Kjaran Friðfinnsson sem gerði veginn frá Keldudal að Svalvogum árið 1973....
Meira
Eldri færslur
« September »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30