A A A
  • 1950 - Margrét Guđjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
09.12.2009 - 23:55 | SŢ

Hátt í 100 manns sóttu sér jólatré

Hátt í 100 manns lögđu leiđ sína á Sanda ađ sćkja jólatré
Hátt í 100 manns lögđu leiđ sína á Sanda ađ sćkja jólatré
« 1 af 2 »
Hátt í 100 manns komu á svæði Skógræktarfélags Dýrafjarðar síðastliðinn sunnudag í þeim tilgangi að höggva sér jólatré. Veðrið var hið besta þótt dálítil austan gola væri á, en það er einmitt „fyrirbæri" sem getur verið til ama - en ekki í skógi. Dýrfirðingar eru þess vegna hvattir til að fara að leggja leið sína á Sanda að vetrarlagi þar sem óðum eru að vaxa upp skjólgóðir teigar.

Sigrún Guðmundsdóttir bóndi á Kirkjubóli vill láta þess getið að ef einhverjir hafa áhuga á jólatré - en áttu ekki heimangengt sl. sunnudag, að hún er tilbúin að skjótast með fólki til slíkra verka næstu daga eftir nánara samkomulagi. Síminn hjá Sigrúnu er: 846-8325.

 

Skógræktarfélag Dýrafjarðar þakkar viðskiptin, og óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla !

Ţingeyrarkirkja
Ţingeyrarkirkja
Aðventukvöldið og jólatónleikarTtónlistarskólans, sem vera áttu í Þingeyrarkirkju miðvikudaginn 9. desember og auglýst var í aðventublaði BB, er frestað. Auglýsing með nýrri dags- og tímasetningu verður dreift í hús í næstu viku.

Kær kveðja
sóknarprestur
07.12.2009 - 19:33 | Tilkynning

Karlakórinn Ernir međ tónleika annađ kvöld

Karlakórinn Ernir býđur Vestfirđingum á tónleika annađ kvöld
Karlakórinn Ernir býđur Vestfirđingum á tónleika annađ kvöld
Karlakórinn Ernir verður með sína árlegu jólatónleika í Félagsheimilinu annað kvöld kl. 20:30. Tónleikarnir áttu að fara fram miðvikudaginn 2. des en var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Guðrún Jónsdóttir, sópransöngkona, syngur einsöng með kórnum að þessu sinni. Stjórnandi kórsins er Beata Joó og undirleikari Margrét Gunnarsdóttir. Húsið opnar opnar kl: 20.00 og aðgangur er að venju ókeypis.
Allir velkomnir!
06.12.2009 - 00:09 | BB.is

Vestfirska forlagiđ fimmtán ára

Hallgrímur Sveinsson forleggjari hjá Vestfirska forlaginu segir ţađ gefa sér ánćgju hve vel fólk taki bókum forlagsins sem er 15 ára í haust.
Hallgrímur Sveinsson forleggjari hjá Vestfirska forlaginu segir ţađ gefa sér ánćgju hve vel fólk taki bókum forlagsins sem er 15 ára í haust.
Vestfirska forlagið á Hrafnseyri er fimmtán ára um þessar mundir. Stofnandi forlagsins og eigandi, Hallgrímur Sveinsson, segir þetta hafa gengið svona upp og ofan, en almennt séð sé hann sáttur. „Það hefur verið mjög gaman að standa í þessu," segir Hallgrímur. „Fólkið hefur tekið þessu sífellt betur og betur og það gefur manni ánægju. Annars væri maður löngu hættur. Það hefur líka gefið þessu gildi hversu margir hafa lagt hönd á plóginn. Og fjöldinn allur af höfundum hafði aldrei skrifað staf fyrr en þeir fóru að skrifa í bækurnar okkar. Auk þess höfum við bjargað frá glötun þúsundum mynda sem við höfum fengið hjá hinum og þessum, svo ekki sé nú minnst á öll gögnin og heimildirnar sem annars hefðu farið beint í glatkistuna."
Forlagið einbeitir sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu Bækurnar að vestan. Lögð er áhersla á að blanda saman blíðu og stríðu og gamni og alvöru í bókum forlagsins, líkt og gerist í mannlífinu almennt, að sögn Hallgríms. Síðari árin hafa komið út 10 - 12 bækur á ári undir merkjum forlagsins og í ár eru þær 10......
Meira
Undirbúningur fyrir samrekstur leik- og grunnskóla á Ţingeyri hefst á nýju ári.
Undirbúningur fyrir samrekstur leik- og grunnskóla á Ţingeyri hefst á nýju ári.
Vinna vegna undirbúnings sameiningar leik- og grunnskóla á Þingeyri hefst formlega í janúar. Leik- og grunnskólastjórar á Þingeyri, ásamt leik- og grunnskólafulltrúum Ísafjarðarbæjar munu leiða vinnuna. Þetta kom fram á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar. Nefndin hafði áður lagt til að stefnt skuli að sameiningu leik- og grunnskóla á Þingeyri með vorinu og að undirbúningur að því verki hefjist hið fyrsta. Í nýjum lögum er nú heimild til að samreka þessi tvö skólastig.
05.12.2009 - 10:25 | Tilkynning

Jólaföndur í Grunnskólanum í dag

Frá jólaföndrinu í fyrra. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Frá jólaföndrinu í fyrra. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Hið árlega jólaföndur foreldrafélags Grunnskólans á Þingeyri verður haldið í grunnskólanum í dag, 5. des., kl.13-16. Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 60 kr. stk. og ýmislegt föndur á 100 - 600 kr. Minnum á að hafa með sér hnífa og járn fyrir laufabrauðið. Fyrir þá sem ætla að mála væri fínt að taka með sér pensla, einhverjir penslar verða á staðnum. 10. bekkur verður með hressingu; kaffi og piparkökur.

Hlökkum til að eiga notalegan dag saman!

Með jólakveðju,
Foreldrafélag Grunnskólans á Þingeyri
Jólatrén er nú á Söndum í Dýrafirđi
Jólatrén er nú á Söndum í Dýrafirđi
Skógræktarfélagi Dýrafjarðar er ljúft að tilkynna að sunnudaginn 6. desember milli kl. 12:00 og 15:00 gefst fólki kostur á að höggva sér jólatré í skógarreit félagsins á Söndum, TOYOTA - svæði. Einnig geta menn klippt grenigreinar.


Í boði er: sitkagreni og stafafura.
Hvert tré kostar 2.000 kr. -staðgreitt í seðlum...

...
Meira
Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Bókakynning frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri verður á Cafe Catalinu, Hamraborg 11 í Kópavogi laugardagskvöldið 5. desember n.k. og hefst kl. 20:30. Þar munu Hafliði Magnússon frá Bíldudal og Ólafur Helgi Kjartansson frá Ísafirði kynna og lesa úr nýjum smásagnasöfnum sínum. Bók Hafliða heitir "Þá verð ég farinn" og bók Ólafs Helga heitir "Ný von að morgni". Auk þess munu þeir segja gamasögur að vestan en slíkar sögur hafa verið fastur liður hjá vestfirsku útgáfunni á liðnum árum við miklar vinsældir......
Meira
Eldri fćrslur
« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30