A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Séð yfir Borgarfjörð innfjörð Arnarfjarðar. Árnar Mjólká (nær) og Hófsá (fjær) sjást renna til sjávar. Húsaþyrping nálægt Mjólká er Mjólkárvirkjun. Norðanmegin við Hófsá (fjær á myndinni) er land Rauðsstaða. Mynd: Ágúst Guðmundsson.
Séð yfir Borgarfjörð innfjörð Arnarfjarðar. Árnar Mjólká (nær) og Hófsá (fjær) sjást renna til sjávar. Húsaþyrping nálægt Mjólká er Mjólkárvirkjun. Norðanmegin við Hófsá (fjær á myndinni) er land Rauðsstaða. Mynd: Ágúst Guðmundsson.
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í áskorun vegna Dýrafjarðarganga og Vestfjarðavegar 60 sem nefndin samþykkti á fundi sínum í gær. „Ekki ætti að þurfa að rökstyðja mikilvægi Dýrafjarðarganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum, svo mjög sem rætt hefur verið um samgönguerfiðleika á milli Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu á undangengnum áratugum......
Meira
Dýrafjörður
Dýrafjörður
Rúmlega 1.500 manns hafa skráð sig í hóp á samskiptasíðunni Facebook sem hefur verið settur af stað til að berjast fyrir því að Dýrafjarðargöng verði sett aftur á áætlun. Hópurinn heitir Við krefjumst þess að Dýrafjarðargöng verði sett aftur á samgönguáætlun. Á síðunni segir: „Enn eina ferðina er lágmarkskrafa Vestfirðinga, um sómasamlegar samgönguleiðir, að engu höfð. Trekk í trekk hefur lausn á samgönguvandanum milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða verið frestað, ýmist vegna þenslu í öðrum landshlutum eða, líkt og nú, vegna kreppu. Í nýrri samgönguáætlun hefur hinsvegar ekki verið hreyft við öðrum stórum og, í sumum tilfellum, nýrri verkefnum. Dýrafjarðargöngum hefur á sama tíma ekki aðeins verið frestað, heldur er verkefnið með öllu horfið af áætlun þar til annað kemur í ljós."......
Meira
26.04.2010 - 11:28 |

Blakmót fjölskyldunnar

Proppé fjölskyldan, sigurvegarar mótsins. Mynd: Júlíus Arnarson
Proppé fjölskyldan, sigurvegarar mótsins. Mynd: Júlíus Arnarson
Á sunnudaginn fór fram blakmót fjölskyldunnar í íþróttahúsinu á Þingeyri. Yfir 30 manns tóku þátt í mótinu og kepptu börn, allt frá 3 ára aldri, við gamla Íslandsmeistara og sýndu allir mikla takta á vellinum.

Alls voru 5 lið sem kepptu og var mikil barátta um sigurinn. Svo fór að Proppé fjölskyldan sigraði úrslitaleikinn í framlengingu.

Eftir mótið var haldin heljarinnar kaffiveisla þar sem fólk kjammsaði á heimabökuðu góðgæti og ræddi tilþrif keppninnar.

Að þessu loknu fóru keppendur í sund og létu líða úr sér mestu þreytuna í heita pottinum.

26.04.2010 - 08:21 | Tilkynning

Nýtt námskeið í sund erobikk að hefjast

Frá eróbikk námskeiði í Sundlaug Þingeyrar
Frá eróbikk námskeiði í Sundlaug Þingeyrar
Þriðjudaginn 27. apríl hefst nýtt námskeið í sunderóbikkikl. Þetta er fyrsti tíminn af 10 en námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 17:00 og laugardögum kl. 9:00. Nú er tækifæri fyrir alla að vera með. Námskeiðsgjald er kr. 6.500 + aðgangur í laug. Kennarar eru Martin og Nadia Ashkenazy-Jones.
Námskeiðið veitir ungum jafnt sem öldnum, liðugum jafnt sem stirðum alveg frábæra hreyfingu......
Meira
Kristján Möller sprengir hér síðasta haftið í Bolungarvíkurgöngum.
Kristján Möller sprengir hér síðasta haftið í Bolungarvíkurgöngum.
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir það misskilning sem fram kom í vefmiðlinum bb.is að Dýrafjarðargöng hafi verið slegin af. Hið rétta sé að þeim hafi verið seinkað eins og mörgum öðrum verkum vegna niðurskurðar á fjármagni til vegagerðar á næstu árum. Þetta kemur fram í grein sem ráðherra hefur sent bb.is. Þar segir að vegna mikils niðurskurðar hafi þurft að raða á ný og nefnir hann einnig að vegna mikilla hækkana á verkefnum sem þegar er unnið að hafi þurft að veita meira fjármagni í þau. Það þýði einfaldlega að verkefni færast aftar......
Meira
22.04.2010 - 22:26 | JÓH

Arsenal klúbburinn á Veitingahorninu

Sigurður Enoksson, formaður Arsenal klúbbsins, verður á Veitingahorninu á laugardag.
Sigurður Enoksson, formaður Arsenal klúbbsins, verður á Veitingahorninu á laugardag.
Arsenal klúbburinn á Íslandi kemur í heimsókn til Þingeyrar laugardaginn 24. apríl og verður á Veitingahorninu frá kl. 16:00. Sigurður Enoksson, formaður klúbbsins, mun kynna klúbbinn og m.a. verður horft á leik Arsenal - Man.city kl. 16:30. Að auki verður hægt að kaupa pizzur milli 16 og 20.
Allir eru hvattir til að mæta, fræðast um klúbbinn og skemmta sér yfir góðum leik og góðum félagsskap!
Hægt er að fræðast um Arsenal klúbbinn á heimasíðu þeirra www.arsenalfc.is

Karlakórinn Ernir í Dýrafirði
Karlakórinn Ernir í Dýrafirði
Karlakórinn Ernir heldur vortónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri annað kvöld, fimmtudaginn 22. apríl, kl. 20:00. Að vanda verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá en Guðrún Jónsdóttir, sópran, mun synja einsöng auk þriggja kórfélaga. Stjórnandi kórsins er Beata Joó og undirleikari er Margrét Gunnarsdóttir.

Þeir sem komast ekki á tónleikana annað kvöld fá tækifæri til að hlýða á kórinn í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík föstudaginn 23. apríl kl. 20:00 eða í Ísafjarðarkirkju á sunnudaginn 25. apríl kl. 17:00.
Dýrafjörður
Dýrafjörður
Dýrafjarðargöng hafa verið slegin út úr fjögurra ára samgönguáætlun. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Vestfirðinga," segir Kristinn H. Gunnarsson, talsmaður baráttuhópsins Áfram vestur sem berst fyrir bættum samgöngum frá Bjarkalundi að Þingeyri. Það eina sem minnst er á varðandi Dýrafjarðargöng í tillögu að samgönguáætlun til ársins 2012, sem samgönguráðherra lagði fram á Alþingi í gær, er að miðað verði við að áfram verði unnið að undirbúningi við Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng. Handbært fé til þessa liðar verður 12.091 milljónir króna árið 2010, 6.925 milljónir króna árið 2011 og 6.418 milljónir króna árið 2012. „Þegar litið er til einstakra fjárveitinga hins vegar er ekki gert ráð fyrir fjármagni til ganganna og þær þúsund milljónir króna sem eyrnamerktar voru til jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í núgildandi vegáætlun horfnar og ekki nýttar til annarra framkvæmda á Vestfjörðum," segir Kristinn......
Meira
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31