A A A
  • 1931 - Gunnar Bjarnason
  • 1963 - Kristrśn Helga Pétursdóttir
  • 1987 - Gušni Pįll Viktorsson
07.04.2009 - 00:37 | bb.is

Fjölskyldudagur Storms į föstudag

Frį starfsemi Storms ķ reišhöllinni į Söndum. Mynd: thingeyri.is
Frį starfsemi Storms ķ reišhöllinni į Söndum. Mynd: thingeyri.is
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði á föstudaginn langa. Dagskráin hefst kl. 14 en þá sýna hestamenn gæðinga sína á tölti og áhorfendur velja þann sem þeim þykir bestur. Á meðan talning atkvæða stendur yfir verður börnum boðið á hestbak. Heitt súkkulaði að hætti Ólafíu, kaffi og kökur verða til sölu. Eftir hlé verða úrslit kynnt og verðlaun veitt. Öllum er heimil þátttaka og skráningar tilkynnist til Nönnu Bjarkar á nannabjork@simnet.is fyrir kl. 16 á miðvikudag. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
07.04.2009 - 00:36 | bb.is

Góšur rómur geršur aš Dragedukken

Frį sżningunni. Mynd: bb.is
Frį sżningunni. Mynd: bb.is
Húsfyllir var á frumsýningu söngleiksins Dragedukken í félagsheimilinu á Þingeyri á laugardag. Um er að ræða sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steinbach faktor á Þingeyri, sem samdi tónlist við norska söngleikinn Dragedukken sem frumsýndur hafi verið nokkrum árum áður. „Það var gríðarlega góður rómur gerður að sýningunni enda tókst hún mjög vel. Afkomandi Andreas Steinbach, Guðmundur Steinbach, var viðstaddur sýninguna og var yfir sig hrifinn af verkinu", segir Sigmundur Þórðarson formaður Íþróttafélagsins Höfrungs sem stendur að sýningunni. Tónlistarstjóri er Krista Sildoja en Elfar Logi Hannesson er leikstjóri....
Meira
01.04.2009 - 00:47 | bb.is

Söngleikur frumsżndur į Žingeyri

Frį leikritinu Dragedukken. Mynd: bb.is
Frį leikritinu Dragedukken. Mynd: bb.is
Söngleikurinn Dragedukken verður frumsýndur í félagsheimilinu á Þingeyri á laugardag. Um er að ræða sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steenbach faktor á Þingeyri, sem var margt annað til lista lagt, svo sem verka saltfisk. Hann gerði sér lítið fyrir og samdi tónlist við norska söngleikinn Dragedukken sem frumsýndur hafi verið nokkrum árum áður. „Við erum búin að vera æfa baki brotnu. Mjög stór hópur hefur komið að þessu verkefni en við eru með þrettán leikara og átta manna hljómsveit. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og allir eru búsettir á Þingeyri fyrir utan einn leikara sem við fengum að láni frá Ísafirði", segir Elfar Logi leikstjóri verksins. Tónlistarstjóri er Krista Sildoja en það er Íþróttafélagið Höfrungur sem stendur að sýningunni......
Meira
01.04.2009 - 00:44 | bb.is

Vilja bjóša Dżrafjaršargöng śt ķ įr

Hugmyndir Vegageršarinnar aš jaršgangaleišum um Dynjandisheiši.
Hugmyndir Vegageršarinnar aš jaršgangaleišum um Dynjandisheiši.
Alþingi hefur ályktað að Dýrafjarðargöng verði boðin út þegar á þessu ári og að lagður verði nýr vegur um Dynjandisheiði. Framkvæmdum verði að fullu lokið árið 2012. Heimilt er að afla lánsfjár að hluta til eða að öllu leyti til þess að standa undir kostnaði og greiða hann með jöfnum árlegum greiðslum í allt að 25 ár eftir að framkvæmdum lýkur. Heimild veitt til þess að fjármagna framkvæmdirnar með lánsfjáröflun eða skuldabréfaútgáfu með svipuðum hætti og Vaðlaheiðargöng. Kristinn H. Gunnarsson og Guðjón A. Kristjánsson en fyrsti flutningsmaður samdi skjalið og bauð öllum þingmönnum kjördæmisins að flytja málið með sér......
Meira
26.03.2009 - 00:51 | bb.is

Stękkun Mjólkįrvirkjunar ķ skošun

Mjólkį ķ Arnarfirši
Mjólkį ķ Arnarfirši
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur tekið fyrir erindi Orkubús Vestfjarða ohf., um hugsanlega stækkun Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Að sögn Sölva Sólbergssonar, framkvæmdastjóra orkusviðs OV, eiga framkvæmdirnar sér langa forsögu en markmiðið með þeim er að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Árið 2007 skilaði verkfræðistofan Verkís athugun á hagkvæmni þess að reisa tvær nýjar virkjanir í Mjólka, til að nýta betur rennsli árinnar fyrir ofan inntak vélar 1 og þá aðstöðu sem þar er fyrir hengi. Sölvi segir athugunina hafa gefið tiol kynna að hér gæti verið um hagkvæmar framkvæmdir að ræða og var því ákveðið að kanna betur aðstæður á verkstað og bæta umræddum tveimur vélum við vélaútboðið, sem nauðsynlegt var að viðhafa gagnvart núverandi virkjun......
Meira
26.03.2009 - 00:50 | Tilkynning

Leikmynd fyrir Dragedukken

Žingeyri. Mynd: Davķš Davķšsson
Žingeyri. Mynd: Davķš Davķšsson
Æfingar fyrir leik- og söngverkið Dragedukken eru nú í fullum gangi í Félagsheimilinu á Þingeyri. Annað kvöld, föstudaginn 27. mars, stendur til að setja upp leikmynd fyrir leikritið og er leitað að áhugasömum Dýrfirðingum í verkið. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg eru beðnir um að mæta í félagsheimilið kl. 20.
Nż bók frį Vestfirska forlaginu.
Nż bók frį Vestfirska forlaginu.
Upp með húmorinn! Oft var þörf en nú er algjör nauðsyn

Á næstu dögum kemur út ný bók hjá Vestfirska forlaginu, Þjóðsögur og gamanmál að vestan. Í þeirri bók er slegið á létta strengi í kreppunni með úrvali úr vestfirskri fyndni. Þótti forlaginu rétt, miðað við það dapra ástand sem nú ríkir sumsstaðar á landi voru, að gefa út úrval úr þjóðsagnabálkinum vestfirska til að reyna að létta mönnum í sinni. Þar erum við auðvitað komin út á mjög hálan ís því húmor manna er misjafn eins og sögurnar. En við létum þó slag standa.
Við fengum hinn landsþekkta Vestfirðing og gleðigjafa, Hermann Gunnarsson, fyrrum léttadreng í Haukadal í Dýrafirði, til að velja sögurnar.

...
Meira
25.03.2009 - 00:54 | Tilkynning

Įrshįtķš nemenda Grunnskólans į Žingeyri

Mynd: Bergžór Gunnlaugsson
Mynd: Bergžór Gunnlaugsson
Árshátíðarsýningar nemenda verða sem hér segir;

Miðvikudaginn 25. mars kl. 10:00 - Forsýning.
Fimmtudaginn 26. mars kl. 19:30 - Frumsýning.

 

Aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir 16 ára og eldri. Dagskráin tekur u.þ.b. 2 klst. Nemendur í 10. bekk verða með sjoppu á kvöldsýningunni.

Eldri fęrslur
« Jślķ »
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31