A A A
Fjallahjólreiðakeppnin um Vesturgötuna er rúmlega 55 km.
Fjallahjólreiðakeppnin um Vesturgötuna er rúmlega 55 km.

Vesturgatan - fjallahjólreiðakeppni Höfrungs (Svalvogahringurinn) verður hjóluð í fyrsta sinn þann 17. júlí 2010. Keppnin er hluti af hlaupahátíð á Vestfjörðum, en föstudaginn 16. júlí verður Óshlíðarhlaupið þreytt. Í boði er 21,1 km og 10 km. Á sunnudeginum 18. júlí verður svo Vesturgatan hlaupin, en í boði eru 24 km og 12 km.

Fjallahjólreiðakeppnin hefst á rásmarki við sundlaugina á Þingeyri og verður hjólað saman á eftir leiðsögubíl á malbiki að flugvellinum (2k) þar sem keppnin verður gefin frjáls. Leið liggur í gegnum bæjarhlaðið á Kirkjubóli, upp Kirkjubólsdal og yfir Álftamýrarheiði, tæplega 600 m hækkun, og niður Fossdal niður að sjó (Stapadal í Arnarfirði), " út fyrir nes" og þaðan eftir ýtuvegi Elíasar Kjaran inn Dýrafjörð, (um 28k á grófum malarvegi, sand- og grjótfjöru) inn að flugvellinum og frá flugvellinum um 2k á malbiki inn á Þingeyri. Mark er við sundlaugina á Þingeyri. Heildarlengd er rúmlega 55 km og heildarhækkun 1.080 m. Start og mark er við Sundlaug Þingeyrar (framan við kirkjuna á Þingeyri). Ræst verður kl. 10:00.

...
Meira
13.07.2010 - 10:35 | bb.is

Biggibix fagnar útgáfu á Veitingahorninu

Ísfirski tónlistarmaðurinn Biggibix, eða Birgir Örn Sigurjónsson fagnar útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar með tónleikaröð. Mynd: Baldur Pan.
Ísfirski tónlistarmaðurinn Biggibix, eða Birgir Örn Sigurjónsson fagnar útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar með tónleikaröð. Mynd: Baldur Pan.
Ísfirski tónlistarmaðurinn Biggibix, eða Birgir Örn Sigurjónsson fagnar útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar Set Me On Fire með útgáfutónleikum um Vestfirði ásamt hljómsveit sinni í næstu viku. Um er að ræða stutta tónleikaröð sem hefst með tónleikum í Bragganum á Hólmavík 14. júlí. Daginn eftir verða tónleikar í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði og síðan á Veitingahorninu á Þingeyri 16. júlí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21. Herlegheitunum lýkur síðan með tónleikum í Alþýðuhúsinu á Ísafirði kl. 17, laugardaginn 17. júlí. Forsala aðgöngumiða á tónleikana á Ísafirði er hafin í Hamraborg. Miðinn kostar 1.000 krónur forsölu en 1.500 krónur við hurð....
Meira
Líklega mun taka nokkurn byggja upp hefð fyrir þjónustusókn milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða eftir að heilsárssamgöngur eru komnar á. Mynd © Mats Wibe Lund.
Líklega mun taka nokkurn byggja upp hefð fyrir þjónustusókn milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða eftir að heilsárssamgöngur eru komnar á. Mynd © Mats Wibe Lund.
„Ákveðin „eyða" sem er í vegakerfinu um Hrafnseyrarheiði, botn Arnarfjarðar og Dynjandisheiði, er líklega alvarlegasta hindrunin í samgöngukerfi landshlutans, segir í skýrslu um mat á mat á samfélagsáhrifum við tilkomu heilsársvegar um Dynjandisheiði sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Vegagerðina. Þar segir að samskipti milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða markast af þessu. „Frá sunnanverðum Vestfjörðum er sjaldan sótt þjónusta til Ísafjarðarsvæðisins en þess í stað er nánast allt sótt suður sem ekki fæst heimafyrir. Það mun líklega taka nokkurn tíma að byggja upp hefð fyrir þjónustusókn milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða eftir að heilsárssamgöngur eru komnar á."
07.07.2010 - 10:45 | 123.is/stormur

Hestamannamót Storms 2010

Frá Hestamannamóti Storms 2009. Mynd: 123.is/stormur
Frá Hestamannamóti Storms 2009. Mynd: 123.is/stormur
Hestamannamót Storms fer fram á Söndum í Dýrafirði 16. og 17. júlí n.k. Rétt til þátttöku hafa allir knapar sem skráðir eru í félög innan LH. Föstudaginn 16. júlí kl. 15:00 hefst forkeppni í A og B flokkum gæðinga, barna, unglinga, ungmennaflokkum og gæðingatölti. Kl.  20:00 hefst kvöldvaka í Reiðhöllinni. Setning Hestamannamóts Storms 2010, keppni í fljúgandi skeiði, liðakeppnin ,,Sandariddararnir 2010" o. fl.  Grín og glens fyrir alla fjölskylduna.

Laugardaginn 17. júlí kl. 12:00 hefst dagskráin  á hópreið hestamanna og að henni lokinni verður keppt til úrslita í öllum flokkum. Einnig verður keppt í 300m brokki, 300m stökki og 250m skeiði. Þegar úrslit liggja fyrir verður farið í útreiðartúrinn góða. Allir hestfærir velkomnir með! Um kl. 20:00 verður slegið upp grillpartý í Reiðhöllinni. Heitt grill á staðnum....
Meira
07.07.2010 - 10:40 | bb.is

Knattspyrnuskóli hefst í dag

Knattspyrnuskóli Íslands hefst kl. 14 í dag
Knattspyrnuskóli Íslands hefst kl. 14 í dag
Knattspyrnuskóli Íslands hefst á Þingeyri í dag og kennt verður til 11. júlí. Skólinn er ætlaður öllum knattspyrnuiðkendum, strákum og stelpum á aldrinum 11-17 ára, þ.e. fæddum 1993-1999. Markmiðið er að bjóða knattspyrnuiðkendum á Vestfjörðum upp á úrvals knattspyrnuskóla á svæðinu en í skólanum er kennd tækni, taktík og gildi rétts hugarfars. Skólinn verður settur í Grunnskólanum á Þingeyri kl. 14. Kennslan er í höndum reyndra þjálfara og íþróttakennara en skólastjóri er Bjarni Stefán Konráðsson, íþróttafræðingur og knattspyrnuþjálfari. Knattspyrnuskóli Íslands hefur verið starfræktur í meira en áratug á Sauðárkróki við góðan orðstír og má fastlega búast við miklum töktum efnilegra knattspyrnu iðkenda á Þingeyri næstu daga.
07.07.2010 - 10:34 | bb.is

Ísafjarðarbær styrkir Von á Þingeyri

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ganga frá styrkveitingu til Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri.
Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ganga frá styrkveitingu til Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að ganga frá styrkveitingu til Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri, í samræmi við það sem gert hefur verið undanfarin ár vegna aðalfundar Sambands vestfirskra kvenna. Að þessu sinni verður aðalfundurinn haldinn þann 11. september á Þingeyri. Bréf frá Gunnhildi Elíasdóttur f.h. Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri þar sem óskað var eftir styrk var tekið fyrir á fundi bæjarráðs á föstudag.
07.07.2010 - 10:30 | bb.is

Hlaupahátíð í Ísafjarðarbæ

Hægt er að hlaupa 12 og 24 km í Vesturgötuhlaupinu
Hægt er að hlaupa 12 og 24 km í Vesturgötuhlaupinu
Hlaupahátíð verður haldin í annað sinn í Ísafjarðarbæ og nágrenni í sumar. Halda á Óshlíðarhlaupið og Vesturgötuna sömu helgina, þ.e. þriðju helgina í júlí. Hátíðin hefst föstudaginn 16. júlí með Óshlíðarhlaupinu. Á laugardeginum verður skemmtiskokk og hjólreiðakeppni auk annarrar skemmtidagskrá á Þingeyri. Sunnudaginn 18. júlí verður svo Vesturgatan hlaupin. Hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir átti hugmyndina að hátíðinni í fyrra og sannfærði aðstandendur hlaupanna tveggja um að slá til. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni til 2-3 ára, en síðan verður framhaldið ákveðið út frá reynslunni....
Meira
Kúabingóið vakti mikla lukku en leikurinn byggðist á því hvar kýrin Huppa lét skítinn falla er hún gekk um réttina. Myndir: Davíð Davíðsson
Kúabingóið vakti mikla lukku en leikurinn byggðist á því hvar kýrin Huppa lét skítinn falla er hún gekk um réttina. Myndir: Davíð Davíðsson
« 1 af 3 »
Mikill fjöldi fólks sótti Dýrafjarðardaga sem haldnir voru í níunda sinn um helgina. „Það sótti svipaður fjöldi hátíðina og í fyrra og allt gekk eins og í sögu. Ég er rosalega sátt og það byrjaði ekki að rigna fyrr en hátíðinni lauk," segir Erna Höskuldsdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Dagskráin var sett af sr. Hildi Ingu Rúnarsdóttur á föstudag og tók þá við þéttskipuð dagskrá sem lauk á sunnudag. Aðspurð hvað hafi staðið upp úr á hátíðinni segir Erna að erfitt sé að velja úr. „Mér fannst grillveislan á víkingasvæðinu mjög vel heppnuð og kúabingóið við Simbahöllina vakti mikla lukku. Svo voru það þessar fjölmörgu sýningar sem einstaklingar héldu en margir leggja hátíðinni lið svo að dagskráin fari sem best úr garði. Það er það sem gerir hátíðina svo frábæra." Hátíðin einkenndist af tónlist, leiklist, listsýningu og skemmtilegum menningarviðburðum ásamt íþróttaviðburðum. Þá vakti einnig athygli þegar Hjaltalín steig á stokk að hljómsveitarmeðlimir höfðu fengið sér til aðstoðar börn úr Dýrafirði og nágrenni....
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30