A A A
  • 1958 - Birgir karlsson
15.04.2019 - 23:06 | Blábankinn á Şingeyri

Blábankinn hlıtur Landstólpann 2019

Eva Pandóra Baldursdóttir, Arnhildur Lilı Karlsdóttir og Andri Şór Árnason
Eva Pandóra Baldursdóttir, Arnhildur Lilı Karlsdóttir og Andri Şór Árnason
« 1 af 2 »
Blábankinn hlaut á dögunum samfélagsviðurkenningu Byggðarstofnunnar, Landstólpann, sem veitt var í níunda sinn. Alls bárust stofuninni 12 tilnefningar og var Blábankinn valinn að þessu sinni. Landstólpinn er viðurkenning sem veitt er einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur jákvæða athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
Blábankinn hefur verið starfræktur síðan 20. september 2017, en í umsögn viðurkenningarinnar segir að „Blábankinn sé einstaklega hvetjandi nýsköpunar- og samfélagsverkefni þar sem íbúarnir sjálfir höfðu frumkvæði af því að þróa og skipuleggja starfsemina með opinberum aðilum og þjónustuveitendum.“...
Meira
Þann 17. apríl verður hátíðleg stund í Dýrafjarðargöngunum en þá verður síðasta færan sprengd sem jafnframt verður viðhafnarsprenging. Vel hefur gengið við gangnagröft bæði Arnarfjarðarmegin fyrir áramót og nú eftir áramót Dýrafjarðarmegin. Á föstudaginn 12. apríl var gegnumbrot þar sem mátti sjá í gegn milli gangnahluta. 
Vegna viðhafnarsprengingarinnar miðvikudaginn 17. apríl býður verktakinn Suðurverk áhugasömum að taka þátt í hátíðarhöldum. Tvær rútur munu ferja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka eftir dagskrárlok....
Meira

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr sjóði sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2019. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði. Ath! Umsóknarfrestur hefur verið lengdur fram til kl. 16.00 þriðjudaginn 23. apríl 2019.

Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. Vill einnig hvetja þá sem ekki fengu úthlutað síðast að sækja um aftur.

Umsóknareyðublað má finna hér. Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér.

 

10.04.2019 - 13:34 | Grunnskóli Şingeyrar

Árshátíğ Grunnskólans

Nemendur á elsta stigi sáu um auglısingahönnun.
Nemendur á elsta stigi sáu um auglısingahönnun.
« 1 af 4 »

Hin árlega árshátíð Grunnskólans á Þingeyri verður haldin á morgun, fimmtudaginn 11. apríl. Hefð hefur skapast fyrir því að hafa árshátíð grunnskólans opna skemmtun þar sem nemendur leggja til ýmis skemmtiatriði bæði leikin og sungin, en annað hvert ár vinna allir nemendur grunnskólans að einu stóru leikverki. Árshátíðin í ár er afar metnarðarfull en nemendur skólans hafa síðustu vikur æft af kappi leikritið um ævintýrastrákinn Pétur Pan og félaga hans. 

 

Sýningarnar eru tvær, en sú fyrri er kl. 10:00 þar sem skólabörn Leikskólans Laufási koma einnig fram og syngja. Seinni sýningin er kl. 20:00 og munu nemendur í 8.-9. bekk vera með sjoppu í hléi og er það hluti af fjáröflun þeirra fyrir 10. bekkjar ferð. 


Aðgangseyri er 2000 kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir börn. Sýningin tekur um einá og hálfa klst.

 

 

10.04.2019 - 10:55 |

Gangnafréttir

Yfirlit yfir vikulega framvindu í Dırafjarğargöngum
Yfirlit yfir vikulega framvindu í Dırafjarğargöngum
« 1 af 4 »

Í viku 14 voru grafnir 88,6 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.572,5 m sem er 95,7 % af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 98,7 % af göngunum. Eru núna 70,9 m að gegnumbroti.

 

Grafið var í basalti og þunnu setlagi. Efni úr göngunum var keyrt beint í veg. Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var unnið við lagnavinnu. Í lok vikunnar var búið að setja niður lagnir í hægri vegöxl á rúmlega 330 m kafla. 

 

Í vegagerð Dýrafjarðarmegin var haldið áfram með sömu vinnu og verið hefur í gangi undanfarið þ.e. grjótröðun og vinnslu efnis úr Nautahjallanámu og mokstur úr skeringum en efnið úr þeim hefur farið í vegfyllingu og fláafleyga. Efni úr göngunum notað til að hækka vegfyllingarnar næst munnanum.

 

Í vegskálanum í Dýrafirði var einn hluti af þrifalagi steyptur og fyrstu tveir hlutarnir af sökklinum steyptir en hver hluti er 12 m langur.

 

Yfirlit yfir vikulega framvindu Dırafjarğarganga Dırafjarğarmegin
Yfirlit yfir vikulega framvindu Dırafjarğarganga Dırafjarğarmegin
« 1 af 9 »

Ágætis gangur í gangagreftri í vikunni sem var að líða en þá lengdust göngin um 80,9 m.

Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 1.483,9 m og samanlögð lengd ganga 5.141,5 m sem er 97,0% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú aðeins um 159,5 m.

Auk gangagerðar vinnur verktaki jöfnum höndum í vegagerð og gerð grjótvarnar sem er hvort tveggja óðum að taka á sig mynd. Þá hóf verktaki undirbúning fyrir byggingu vegskála í Dýrafirði og var fyrsta þrifalagssteypan undir sökkla steypt í vikunni.

Frumteikningar af hitaveitu Auðkúluhrepps í bígerð


Þau ánægjulegu tíðindi urðu í fyrrinótt um hálf fjögur leytið, að heitt vatn spratt fram í Dýrafjarðargöngum. Nánar tiltekið var það á svipuðum stað og vötnum hallar í göngunum, þó að mestu leyti Auðkúluhreppsmegin. Enda eru göngin að verulegu leyti Arnarfjarðarmegin í fjallinu sem kunnugt er. Vatnið er um 70 gráðu heitt á Celsíus. Segja þeir hjá Vesturverki að rennslið sé um 50 sekúndulítrar. Verður það að teljast mjög ákjósanlegt, bæði hiti og rennsli. Rennur þessi heiti straumur út Rauðsstaðamegin alveg undir kontról, við mikinn fögnuð íbúa í Auðkúluhreppi.

    Á sínum tíma var samið um að ef upp kæmi heitt vatn í göngunum, mundi það tilheyra Auðkúluhreppi og er það liður í byggðamálum. Nokkrir dropar af vatninu renna út Dýrafjarðarmegin. Er það í athugun hjá hreppsnefnd Auðkúluhrepps að láta nágrannana njóta góðs af því. Enda gott samkomulag milli fjarðanna.

Það var einmitt haldinn fundur í hreppsnefnd Auðkúluhrepps í morgun og var þessu tíðindum fagnað mjög. Gefur þetta byr undir uppbyggingu þá í hreppnum sem tilkynnt var um í fyrra. Lagt var upp með að byggja lúxus íbúðarhús, til dæmis á Karlsstöðum og Hjallkárseyri og víðar reyndar. Einnig hús fyrir venjulegt fólk. Þegar nú hillir undir hitaveituna, sem löngu er ákveðin, má búast við að Auðkúluhreppur byggist aftur. Sama má segja um Þingeyrarhrepp, en þar hefur byggð einnig verið á fallanda fæti eins og allir kunnugir vita. Samþykkt var í hreppsnefndinni að veita 100 þúsund kr. styrk til að láta gera frumteikningar af Hitaveitu Auðkúluhrepps. 

Merkilegt er hvað sundlaugargestir í Sundlauginni á Þingeyri hafa gaman af að gera að gamni sínu, til dæmis snemma á morgnana. Svo tíðkast þar alls konar menningarupplestrar og ályktanir í lands-og heimsmálum sem gárunganir segja að minni bara á Snorra gamla í Reykholti sællar minningar. Kallinn var víst alltaf í laugu, sem menn kölluðu náttúrlega Snorralaug og stjórnaði þaðan öllu með harðri hendi. Í Þingeyrarlaug er Þingeyrarakademían sístarfandi og er hún víst orðin heimsfræg, eða þannig. Og fleira mætti nefna ef út í það væri farið sem nú segir....
Meira
Eldri færslur
« Júní »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30