A A A
  • 1935 - Vagna Sólveig Vagnsdóttir
09.07.2018 - 11:13 | Gíslastađir í Haukadal

Gísla söguganga og víkinga rabarbaragrautur

15. júlí komandi verður söguleg gönguferð á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal Dýrafirði. Göngugarpar mæti á Gíslastaði í Haukadal hvar allir fá víkingaskikkju til að klæðast meðan á ferðinni stendur. Þannig geta garpar sett sig enn betur í spor sögunnar. Að göngu lokinni verður boðið uppá víkinga rabarbaragraut Gíslastaða. Leiðsögumaður er Elfar Logi Hannesson, leikari, en hann hefur einmitt brugði sér í gerfi Gísla Súrssonar oftar en nokkur annar, eða vel yfir 300 sinnum.

Miðasala á Gíslagöngu er í síma: 891 7025, en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is
Að lokum má geta þess að margt forvitnilegt má sjá á Gíslaststöðum og geta gestir m.a. spreytt sig á refilsaumi og sett þannig sín spor í söguna. Víkingaverslunin verður opin en þar er í boði fjölbreytt víkingahandverk, bækur og fleira tengt víkingatímanum og Gísla sögu.
Graf yfir vikulega framvindu Dýrafjarđarganga
Graf yfir vikulega framvindu Dýrafjarđarganga
« 1 af 4 »

Gangagröftur hefur gengið vel í vikunni liðinni viku og lengdust göngin um 88,0. Eru göngin þá orðin 2.821,9 m sem er um 53,2% af heildarlengd. Í all langan tíma hafa göngin verið nokkuð þurr en á laugardaginn s.l. lentu gangamenn í nokkuð góðri vatnsæð þar sem innrennslið mældist um 20 lítrar á sekúndu af 15,5 °C heitu vatni. Gert er ráð fyrir að rennslið minnki nokkuð með tímanum og hefur þetta innrennsli lítil áhrif á framvindu.

Annað er nokkuð hefðbundið, þ.e. unnið í fyllingar- og skeringarvinnu í Arnarfirði og Dýrafirði er verið að undirbúa fyrir aðstöðusköpun. Þá var bráðabirgðabrú yfir Hófsá tekin í notkun fyrir almenna umferð og var hafist handa við niðurrif á þeirri sem nú skal leyst af hólmi.

Sigurvegarar í 1. deild kvenna
Sigurvegarar í 1. deild kvenna
« 1 af 3 »
Dýrafjarðardagar fóru fram með pompi og prakt um helgina. Hátíðin var einkar vel sótt og mikið um dýrðir, enda dagskráin ekki af verri endanum og hæfði öllum aldurshópum. Þó sumarið í ár hafi farið heldur hægt af stað var veðrið með ágætum um helgina, ekki rigndi og sólin braust fram á sunnudaginn og yljaði Þingeyringum jafnt sem gestum. Um helgina fór jafnframt fram þriðja stigamót sumarsins í strandblaki sem að venju var haldið af Íþróttafélaginu Höfrungi á Þingeyri sem státar af einum bestu strandblakvöllum landsins....
Meira
02.07.2018 - 13:44 | Ţingeyrarakademían

Frá Ţingeyrarakademíunni: Velkomnir heim, strákar!

Þingeyrarakademían ályktaði svo á fundi sínum á föstudagsmorgun:


Þingeyrarkademían sendir knattspyrnulandsliðinu okkar og öllum sem því tengjast, ljúfar kveðjur að vestan með þakklæti fyrir frammistöðuna. Þið hafið unnið hug og hjörtu Íslendinga og vakið verðskuldaða athygli um heim allan fyrir framkomu ykkar og gjörvileik. Þið hafið verið til fyrirmyndar fyrir Íslands hönd. Verðlaunapeningar og bikarar skipta ekki öllu þegar upp er staðið. Íþróttamannsleg framkoma og virðing fyrir mótherjanum vegur þyngra. Þið hafið átt í fullu tré við aðrar þjóðir í íþrótt ykkar. Og hinir stóru geta ýmislegt af ykkur lært. Heilbrigð sál í hraustum líkama er mikils virði ásamt því að sýna sig og sjá aðra..

 
27.06.2018 - 09:20 |

Dýrafjarđardagar 2018

Nú styttist óðum í Dýrafjarðardaga, sem verða settir föstudagskvöldið 29. júní kl 19:00 í Bjarnaborg og óhætt að segja að dagskráin sé bæði fjölbreytt og sniðin að öllum aldurshópum.

Hoppkastalar, andlistmálun, Sirkus Ísland, Villi Vísindamaður, Tónafljóð, Vestfjarðameistaramót í KUBB, Súpa í garði, Þórarinn Eldjárn, Vilborg Davíðsdóttir, Úlfur Úlfur, 200.000 Naglbítar, Ragnheiður og Haukur Gröndal, Bergmál, grillveisla, hestar, myndlistarsýningar og fleira og fleira.

Dagskrána í heild má finna hér til hliða í valmyndinni undir Dýrafjarðardagar og á facebook síðu hátíðarinnar: https://www.facebook.com/dyrafjardardagar
Stöđvarstjóri Mjólkárvirkjunar keyrir yfir nýju bráđabirgđabrúna yfir Hófsá.
Stöđvarstjóri Mjólkárvirkjunar keyrir yfir nýju bráđabirgđabrúna yfir Hófsá.
« 1 af 2 »
Í viku 25 voru grafnir 87,3 m í göngunum og því lengd ganganna í lok vikunnar orðinn 2.733,9 m sem er 51,6 % af heildarlengd ganganna. Fyrsta sprenging vikunnar var númer 537 við gröft ganganna og var jafnframt sú sprenging sem markaði þau tímamót að gröftur ganganna var þá hálfnaður. ...
Meira
25.06.2018 - 00:05 | Blábankinn á Ţingeyri

Engin/nn er glansmynd

Við vitum öll að áhrif fjölmiðla á líkamsmynd kvenna, karla, drengja og stúlkna er umtalsverð og þá sjaldnast jákvæð. Flest höfum við séð oftar en einu sinni óeðlilegar glansmyndir af fyrirsætum sem sýna hvernig hamingjan lítur út og setja okkur hinum fegurðarstaðla sem fyrirfinnast aðeins í myndeftirvinnslu forritum. Ímynd tískuiðnaðarins hefur sokkið dýpra og dýpra með hverri umfjölluninni af annarri sem flettir ofanaf óheilbrigðum áherslum og kröfum bakvið tjöldin um ónáttúrulegar líkamsstærðir. Á sama tíma mæla heilsugúrúar með ákveðnu matarræði sem sveiflast eftir tímabilum með eða á móti ákveðnum fæðuflokkum og jafnharðan spretta upp lausnir á markaðnum fyrir breyska og bugaða neytendur, til að njóta án samviskubits, matvara á borð við sykurlaus sætindi, fitusnauðar matvörur og annað í þeim dúr....
Meira
Geilsi - einstök saga ţorps
Geilsi - einstök saga ţorps

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út verkið Geisli Bíldudal 1946 - 1960 úrval. Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997 og er starfrækt af Elfari Loga Hannessyni og konu hans Marsibil Kristjánsdóttur myndlistarkonu. Leikhúsið hefur staðið fyrir fjölda uppsetninga á verkum og þá sér í lagi einleikjum, en einnig gefið út ýmis ritverk og hljóðbækur. Geisli er 20. verkið sem gefið er út á vegum leikhússins en hér er á ferðinni einstök útgáfa er inniheldur úrval úr blaðinu Geisla er gefið var út á Bíldudal um miðja síðustu öld. Geisli var í raun safnaðarblað ritstýrt af hinum mæta klerki Jóni Kr. Ísfeld. Það var hinsvegar ekki bara kristilegt efni í Geisla heldur og fréttir úr þorpinu. Klerkur hafði fjölbreytt og gott fréttanef því víst var þorpslífið fangað í hverju tölublaði með fréttum af veðri, atvinnumálum, gestakomum í þorpið, giftingum, mannamótum og öllu mögulegu. Geisli Bíldudal gefur sannlega einstaka mynd af þorpi á Vestfjörðum í einn og hálfan áratug. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkið og pantanir hjá Kómedíuleikhúsinu

 

Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30