A A A
  • 1992 - Hannes Pétur Einarsson
  • 1994 - Jón Ţorri Jónsson
14.02.2018 - 17:06 | Grunnskóli Ţingeyrar

Kötturinn sleginn úr tunnunni

Skólabörn í Grunnskólanum á Þingeyri og leikskólanum Laufási létu veðrið ekki á sig fá og fögnuðu öskudeginum með margskonar leikjum og skemmtunum. Á Þingeyri er ekki hefð fyrir því að ganga í hús á öskudag og syngja fyrir húsráðendur og búðaeigendur í von um gotterí líkt og þekkist víða annarsstaðar á landinu, heldur fer sá siður fram á þrettándanum, eða 6. janúar. Krakkarnir gerðu sér glaðan dag og mættu í skólann í náttfötum eða heimagöllum, kötturinn var sleginn úr tunnuni og 1.-2. bekkur grunnskólans heimsóttu leikskólann og tóku þátt í skemmtunum þar, en sú heimsókn er liður í samvinnu skólastiganna í Ísafjarðarbæ og tengist verkefninu Brúum bilið. 


14.02.2018 - 13:40 |

Ófćrt víđa um land

Ofsaveður hefur gengið yfir suðurlandið í morgun með miklu fannfergi og vindhviðum sem fóru mest yfir 65 m/s. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt, en fjallvegir hér á Vestfjörðum eru flestir ófærir eða þæfingur og vindhviður um og yfir 25 m/s.  Blaðamaður Fréttablaðsins á Vestfjörðum var staddur á Þingeyri um helgina og birti myndir og frásagnir héðan....
Meira
12.02.2018 - 12:14 |

Stund milli stríđa

Mynd fengin ađ láni frá Fréttanetinu
Mynd fengin ađ láni frá Fréttanetinu
Bolludagurinn 12. febrúar skartar sínu fegursta, bjartur og fagur með snæviprýddar lendur eftir nýyfirgengna lægð. Á degi sem þessum er auðvelt að gleyma hversdagsböli og lyfta höfði í átt til sólarinnar sem nú er tekin að skína á okkur aftur eftir sína hefðbundnu vetrarfjarveru. Á Ísafirði maska börnin, en maskadagur er gömul hefð sem á rætur sínar að tekja til loka 19. aldar er drengir gengu í hús og betluðu bollur með söng og sprelli. Í dag klæða krakkar sig upp í skrautlega búninga og ganga í hús og fyrirtæki enn á ný með söng og sprelli í von um sykursætan ávinning. 
Við njótum sólarinnar og góðgerða dagsins því nú er stund milli stríða og von á frekari lægðum næstu daga.

Gleðilegan bolludag, maskadag og sólardag! 


12.02.2018 - 11:10 | BLÁBANKINN á Ţingeyri

Og lífiđ heldur áfram, um framhaldslíf Ţingeyrarvefsins

Arnar og Arnhildur á Sandafelli
Arnar og Arnhildur á Sandafelli
Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason láta af störfum sem umsjónamenn og fréttaritarar Þingeyrarvefsins og forstöðufólk Blábankans, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson taka við umsjón vefsins....
Meira
10.02.2018 - 08:22 | Kiriyama Family,International Talent Booking

Hlökkum til ađ spila fyrir fólk út um allan heim

Hljómsveitin -Kiriyama Family- Einn međlima sveitarinnar; Víđir Björnsson á rćturnar ađ Felli í Dýrafirđi. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.
Hljómsveitin -Kiriyama Family- Einn međlima sveitarinnar; Víđir Björnsson á rćturnar ađ Felli í Dýrafirđi. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.
« 1 af 4 »

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur skrifað undir samning við bresku umboðsskrifstofuna International Talent Booking, eina stærstu umboðsskrifstofu Evrópu.


"Þetta þýðir í raun að við séum komin með fagmenn í okkar lið til þess að hjálpa okkur að spila á tónleikum og hátíðum erlendis. Þetta er allt á frumstigi eins og er en við gætum ekki verið ánægðari með þetta. Við hlökkum mikið til þess að stækka aðdáendahópinn okkar og spila fyrir fólk út um allan heim," sagði Víðir Björnsson, einn meðlima hljómsveitarinnar í samtali við sunnlenska.is.


Í tilkynningu frá umboðsskrifstofunni segir að Kiriyama Family sé ein þekktasta, en um leið dularfyllsta hljómsveit Íslands. Hún sameinar nostalgíska raftónlist níunda áratugarins og er tónlist sveitarinnar lýst sem þverskurði af snekkju-rokki, drauma-poppi og hljóðrás úr bíómynd með Jean Claude Van Damme. Meðlimir hljómsveitarinnar koma frá einangruðum stöðum í íslenska dreifbýlinu en eftir að hafa flutt í suðupottinn í höfuðborginni Reykjavík hefur sveitin sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

...
Meira
23.01.2018 - 17:21 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Orđsending til lesenda Ţingeyrarvefsins

F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason. Myndin er tekin sl. sumar í Simbahöllinni á Ţingeyri á ársfundi Vestfirska forlagsins ţar sem m.a. var rćtt um Ţingeyrarvefinn. Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa séđ um Ţingeyrarvefinn í fjögur ár í nafni Vestfirska forlagsins á Ţingeyri.
F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason. Myndin er tekin sl. sumar í Simbahöllinni á Ţingeyri á ársfundi Vestfirska forlagsins ţar sem m.a. var rćtt um Ţingeyrarvefinn. Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa séđ um Ţingeyrarvefinn í fjögur ár í nafni Vestfirska forlagsins á Ţingeyri.

Kæru vinir.


Eins og margir ykkar vita, höfum við undirritaðir séð um að halda Þingeyrarvefnum gangandi nú um all langt skeið. Þetta hefur verið endalaus vinna sem hefur gefið okkur mikið í aðra hönd. Ekki er það nú í peningum talið eins og þið vitið, heldur er það fyrst og fremst ánægjan sem þar hefur verið aflvakinn. Og láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samferðamennina og framtíðina.


   Mörgum þykir vænt um Þingeyrarvefinn. Þar hefur oft birst efni sem hvergi er að finna annarsstaðar. Það geta allir séð með því að skoða frétta- og greinamagasínið á vefnum sjálfum. Þar kennir ótrúlega margra grasa úr samfélagi okkar. Vonandi hefur það bæði verið til gagns og gleði. Og sannleikurinn er sá, að það eru ekki margir frétta- og samfélagsvefir hér vestra sem hafa verið eins kraftmiklir og fjölbreyttir að efni og Þingeyrarvefurinn á liðnum árum.


   Við gáfum það í skyn í sumar að nú færi þessu að ljúka hjá okkur af ýmsum ástæðum. Nú er sá tími kominn, kæru vinir. Við látum hér nótt sem nemur. Vonandi taka einhverjir áhugamenn upp merkið.

...
Meira
22.01.2018 - 18:25 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,BLÁBANKINN á Ţingeyri,Björn Ingi Bjarnason

Af hugsjón og ástríđu

Dýrfirđingurinn Marsibil Kristjánsdóttir og  Arnfirđingurinn Elfar Logi Hannesson ađ Gíslastöđum í Haukadal í Dýrafirđi..
Dýrfirđingurinn Marsibil Kristjánsdóttir og Arnfirđingurinn Elfar Logi Hannesson ađ Gíslastöđum í Haukadal í Dýrafirđi..
Árið 1989 komu saman á heimavistina á Núpi í Dýrafirði Bílddælingur og Þingeyringur. Hvort um sig staðráðið í æskuljóma sínum að fella heiminn að fótum sér, en felldu í stað hugi saman svo heitt og innilega að ekki hefur fallið úr síðan. Eins og samvaxin skopparabolti, frjáls og straumlínulaga hafa þau síðan skoppað saman í gegnum lífið og komið víða við. Marsibil Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson eru listamenn af guðs náð. Hvar sem Elfar Loga hefur borið niður hefur hann komið að uppsetningum leikrita og listrænn hugur myndlistamannsins Marsibilar skapað úr hverju sem var, hvað sem var.

Frá Núpi yfir á Bíldudal, til Reykjavíkur, Kaupmannahafnar, Ísafjarðar og til Þingeyrar. Ævintýrin eru mörg þar sem m.a. koma við sögu leiklistar-, gullsmíða og fatasaumsnám í Kaupmannahöfn, umsjón með morgunsjónvarpi barnanna á RÚV, leikstjórn víðsvegar um Ísland, myndlistasýningar, yfirvofandi sjoppurekstur á Bíldudal og nokkur börn....
Meira
Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31