A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
27.08.2015 - 06:34 | Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri,Bjarni Guðmundsson,BIB

... það var í ágúst að áliðnum slætti ...

Hvanneyri í Borgarfirði.
Hvanneyri í Borgarfirði.
« 1 af 3 »
Það líður á sumar, fyrsta sumar hinnar nýju sýningar Landbúnaðarsafnsins í Halldórsfjósi á Hvanneyri.  Anna Heiða Baldursdóttir sagnfræðingur frá Múlakoti hefur tekið á móti gestum safnsins seinni hluta sumarsins og farist það vel úr hendi.

Fyrsta reynsla af sýningunni á "nýja" staðnum er góð. Sýningin fær afar lofsamleg ummæli - einkum þykir gestum efni sýningarinnar falla vel að hinu virðulega nær 90 ára fjósi. Það er líkt og fjósið hefi beðið eftir þessum söguríku safngripum.

 

Breytingar verður á opnunartíma Ullarsels og safns um næstu mánaðamót.

  

Í þar íðustu viku kom stjórn Bændasamtaka Íslands í heimsókn. Fyrir nokkru komu 25 sauðfjárbændur frá Oppdal, skoðuðu safnið og fræddust um íslenskan landbúnað að fornu og nýju og fleiri erlendir hópar hafa kíkt við; bandarískir, þýskir, hollenskir.

 

Já og vestfirskir skógarbændur litu við á dögunum...

 

Þannig hefur verið nóg að snúast.  Þegar hafa allmargir og stórir hópar boðað komu sína í safnið á næstu vikum, innlendir og erlendir.

 

Við merkjum því glögglega hinn aukna ferðamannastraum.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30