Vinsælt að aka Kjaransbraut
Þá höfðu reyndir vegagerðarmenn lýst því yfir að slík vegagerð væri óhugsandi en Elís vann verkið með lítilli jarðýtu sem nefnd var teskeiðin og nagaði með henni utan í þrítugan hamarinn. Tíu árum síðar lokaði hann hringnum um Vestfirsku Alpana svokölluðu með vegi frá Lokinhamradal að Stapadal.
Þótt Hrafnsseyrarheiði sé mun skárri og fljótfarnari leið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar hafa fleiri farið Kjararnsbraut í sumar en nokkru sinni áður samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Vegurinn var hinsvegar lokaður rúman sólarhring nú í vikunni vegna grjóthruns.
Hringferðin frá Þingeyri að Auðkúlu í Arnarfirði tekur á þriðja tíma enda ekki mikil hætta á að ökumenn fari yfir löglegan hámarkshraða. Ferðalangar geta líka eitt drjúgum tíma í að virða fyrir sér útsýnið en hinsvegar er leiðin á köflum ekki hönnuð fyrir lofthrædda eða hrædda yfir höfuð. Þeir hafa þó þann möguleika að loka augunum á versta kaflanum, það er að segja ef þeir eru ekki sjálfir undir stýri en það er síður mælt með því.