A A A
  • 1979 - Steinberg Reynisson
22.05.2015 - 08:26 | Morgunblašiš,BIB

Viš setjum hjartaš ķ žetta

Sigrķšur Helgadóttir.
Sigrķšur Helgadóttir.
« 1 af 2 »

Þetta er því að vissu leyti alþjóðlegt starf. Ég spjara mig vel í ensku og Norðurlandamálum en ég hæli mér ekki af þýskukunnáttu minni.

 

Gistihúsið Við Fjörðinn á Þingeyri við Dýrafjörð býður upp á gistingu og morgunverð. Sigríður Helgadóttir rekur gistihúsið ásamt manni sínum Friðfinni Sigurðssyni. Þau eru bæði þaðan úr sveitinni.

„Við stofnuðum þetta gistihús árið 2000 en keyptum húsið ári áður og lagfærðum það,“ segir Sigríður

Helgadóttir.

„Hvað getið tekið á móti mörgum?

„Þetta er erfið spurning, það er svo misjafnt hvað viðskiptavinurinn vill hafa gott pláss. Við erum með átta herbergi, eins til þriggja manna og þrjár íbúðir. Það ættu því allir að geta fundið hér gistingu við sitt hæfi. Þess má geta að við erum með eina íbúð sérútbúna fyrir hreyfihamlað fólk. Við leggjum áherslu á heimilislegt umhverfi og að fólk geti haft það notalegt hér. Við setjum hjartað í þetta, innan húss sem utan. Þess má geta að húsið er byggt 1950 og þá sem sjúkraskýli. Bretar komu að byggingunni ásamt yfirvöldum hér, breskir sjómenn voru þjónustaðir hér í sjúkraskýlinu en skipin í gömlu vélsmiðjunni.“

Hefur verið mikil aðsókn hjá ykkur?

„Hún er sífellt að aukast. Það kom eitt magurt ár eftir hrun, þá hélt fólk sig líklega meira heima við. En svo fór ferðamennskan í gang og hefur verið mikill gangur í henni síðan. Í

sumar eru mjög miklar bókanir.“

Eru erlendir ferðamenn í meirihluta?

„Já, þeir eru í meirihluta. Flestir sem koma til okkar gista þetta eina til tvær nætur. En þó erum við að hefja samstarf við erlenda ferðaskrifstofu þar sem stílað er upp á að fólkið gisti lengur. Slíkur hópur kom til dæmis í byrjun maí og dvaldi í átta daga. Við finnum það að ferðamannatíminn er að lengjast hjá okkur.“

Býður þú upp á fæði?

„Morgunverð og stundum höfum við aðstoðað hópa við að grilla í garð- inum hjá okkur. Þar er mjög góð aðstaða til útiveru. Við erum með stóran garð, hellulagðan að hluta og þar eru bæði borð og stólar fyrir gesti og gott aðgengi. Einnig erum við með þurrkhjall. Við þurrkum allan þvott þar en ekki í þurrkara. Þetta er okkar aðferð til að vera umhverfisvæn. Einnig notum við vistvæn efni við þrif.“

Er mikið mál að reka gistihús?

„Það er mikil viðvera en mjög gefandi starf. Það er líka fræðandi af því að fólk kemur hingað alls staðar að úr heiminum. Þetta er því að vissu leyti alþjóðlegt starf. Ég spjara mig vel í ensku og Norðurlandamálum en ég hæli mér ekki af þýskukunnáttu minni. En þetta blessast allt saman. Tungumálaerfiðleikar hafa ekki verið vandamál hér. Þegar fólk er búið að ferðast um hálfan heiminn til að komast til Þingeyrar lætur það tungumálið ekki trufla sig.“

Hvað býður Þingeyri upp á?

„Þingeyri er fallegur og gróðursæll staður. Héðan er stutt í allar áttir. Fossinn Dynjandi er örstutt frá okkur og Hrafnseyri, fæðingarstæður Jóns Sigurðssonar, einnig skammt undan. Svo má nefna hina sérstæðu leið fyrir Nes, það er aksturinn milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Á Þingeyri sjálfri er gamla vélsmiðjan starfrækt enn og hægt að skoða hana. Byggðasafnið hefur umsjón með henni. Gamla kirkjan okkar er rúmlega hundrað ára og vel þess virði að skoða. Hér á svæðinu er líka heilmikil afþreying, svo sem hestaferðir, hjólreiðaferðir, strandblakvöllur er á staðnum og góð íþróttamiðstöð.

Morgunblaðið föstudagurinn 22. maí 2015.

« Febrśar »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28