10.01.2017 - 20:45 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason
Vestur-ísfirskur meirihluti í stjórnarforystu
Hinir ýmsu vitringar í stjórnmálum og greiningardeildir keppast nú við að dásama eða rífa niður hinn nýja stjórnarsáttmála allt eftir því í hvaða sporum menn standa.
Ein er sú greining sem farið hefur fram hjá -Vestfirska forlaginu- og er sú að tveir af þremur flokksformönnunum eru með sterkar vestur-ísfirskar tengingar sem trúlega munu reynast þeim farsælar í ráðherrastörfum.
Óttarr Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, á sterkar rætur ættar sinnar á Þingeyri og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er tengdasonur Önundarfjarðar.