Vestfjarðatíðindi komin út
Vestfirska forlagið á Þingeyri hefur endurvakið útgáfu á málgagni forlagsins sem út kom fyrir nokkrum árum undir nafninu Vestfjarðatíðindi. 1. tölublað ársins 2012 er komið út og er í dreifingu þessa dagana sem nær um alla Vestfirði og víðar um land, alls í rúmlega 13.000 eintökum.
Í Vestfjarðatíðindunum nú er gerð grein fyrir útgáfu Vestfirska forlagsins það sem af er árs 2012, sem eru orðnar 9 bækur. Verða þær rúmlega helmingi fleiri fyri lok ársins. Þá er kynnt -Mannlífs- og menningarbrú Vestfirðinga og vina heima og heiman- 1. hluti.
Ritstjóri er Björn Ingi Bjarnason frá Fateyri og ábyrgðarmaður er Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri. Samstarfsaðili við útgáfuna er Leturprent í Reykjavík þar sem ráða ríkjum þeir Rögnvaldur Bjarnason frá Patreksfirði og Burkni Aðalsteinsson sem er tengdasonur Bíldudals.
Smella á þessa slóð: http://www.vestfirska.is/attachments/article/118/Vestfjardatidindi2012.pdf