12.08.2008 - 23:21 | bb.is
Sundlaugum lokað tímabundið
Sundlaugin á Þingeyri verður lokuð út þessa viku vegna viðgerða og viðhalds. Þá verður Sundhöllin á Ísafirði lokuð í næstu viku af sömu ástæðu, að því að fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Biðst upplýsingafulltrúinn velvirðingar fyrir hönd bæjaryfirvalda á þeim óþægindum sem þessar óhjákvæmilegu lokanir gætu valdið, og bendir fólki á að nýta einhverjar af hinum laugum Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær rekur laugar á Flateyri og Suðureyri, auk lauganna á Ísafirði og Þingeyri.