A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
03.07.2015 - 09:10 | BIB,skutull.is

Snerpa setur upp vefmyndavél á Hrafnseyri

Hrafnseyri við Arnarfjörð, með útsýni. Mynd VJH.
Hrafnseyri við Arnarfjörð, með útsýni. Mynd VJH.
Tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hefur nú gangsett vefmyndavél á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Myndavélin er staðsett á aðalbyggingunni og vísar yfir hlaðið á Hrafnseyri og yfir Arnarfjörð til suðvesturs í átt til Bíldudals og Ketildala. Hægt er að sjá útsýnið frá Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar alla daga árið um kring í gegnum myndavél Snerpu hér á netinu
ásamt veðurupplýsingum. Á vef Snerpu eru líka myndavélar sem sýna Ísafjörð frá þremur sjónarhornum, Bíldudal og Dýrafjörð. Þar má alltaf fylgjast með veðurblíðunni, alla daga ársins!

Björn Davíðsson hjá Snerpu segir það lúxusvandamál hjá fyrirtækinu hve vefmyndavélarnar eru vinsælar. „Við erum að undirbúa að setja upp fleiri vélar og öflugari miðlunarþjón fyrir þær," segir Björn. „Við skiptum um miðlunarþjón í síðustu viku og þrefölduðum minni í honum en sjáum fram á að þurfa enn öflugari vél fljótlega, til dæmis er Ísafjarðarvél nr. 1 oft sein að taka við sér enda mest skoðaða vélin. Við biðjum áhorfendur að sýna okkur þolinmæði vegna þessa en til stendur að taka í gegn eftir sumarfríin síðuna þannig að hún verði snjallsímavæn en sumir snjallsímar ná ekki myndinni eins og er.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31