A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
23.07.2016 - 06:31 | Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi,Vestfirska forlagið

Skálholtshátíð á helginni 23. - 24. júlí 2016

Skálholt.
Skálholt.
« 1 af 2 »

Endurheimt votlendis, pílagrímagöngur og ávarp forseta Alþingis verða efst á baugi á Skálholtshátíð í sumar en hún verður að þessu sinni haldin nú á hekginni 23.–24. júlí 2016

Hátíðin verður hringd inn á laugardag kl. 12 á tröppum Skálholtsdómkirkju en síðan verður messað úti við Þorlákssæti. Eftir hádegi gefst kostur á að skoða uppgraftarsvæðið sunnan kirkju undir leiðsögn Mjallar Snæsdóttur. Klukkan 14:30 verður gengið að Skálholtsbúðum með leiðsögn um grös og fugla þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og frú Vigdís Finnbogadóttir f.v. forseti Íslands taka fyrstu skóflustungur að endurheimt votlendis í landi Skálholts. Sú athöfn hefst kl. 15:00. Kvöldbænir verða kl. 18 í kirkjunni og Sumartónleikar kl. 21 um kvöldið, þar sem leikin verða verk fyrir sello og sembal eftir J.S. Bach.

Á sunnudag hefst hátíðin með morguntíðum kl. 9 en kl. 11 verða orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar organista Skálholtsdómkirkju. Hátíðarmessa verður kl. 14:00 með þátttöku pílagríma sem koma úr ýmsum áttum, sumir frá Bæ í Borgarfirði, aðrir frá Þingvöllum og enn aðrir sem lögðu upp frá Strandakirkju í vor. Að lokinni messu verður síðan kirkjukaffi.

Hátíðarsamkoma Skálholtshátíðar verður kl. 16:15 með kórsöng, einsöng og hljóðfæraleik. Hátíðarræðu flytur Einar Kr. Guðfinnsson forseti Alþingis. Hátíðinni verður síðan slitið með kvöldbænum kl 18.00.

Í aðdraganda hátíðarinnar verður fjölþjóðlegt og samkirkjulegt málþing listamanna og fræðimanna í Skálholtsskóla undir yfirskriftinni Horft yfir hindranir. Þar fer fram samtal um menningu, trú og listir milli fólks frá  frá Hvíta-Rússlandi, Armeníu, Austurríki, Þýskalandi og Íslandi og frá þremur kirkjudeildum; orþodox kirkjunni, rómversk-kaþólsk kirkjunni og kirkjum mótmælenda.


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30