A A A
  • 1979 - Steinberg Reynisson
« 1 af 2 »

Forval verktaka vegna Dýrafjarðarganga var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu í byrjun maí sl. Óskum um þátttöku átti að skila inn í síðasta lagi 28. júní sl.

Alls lýstu sjö aðilar áhuga á því að taka þátt í útboðinu. Vegagerðin hefur farið yfir innsend fjárhagsgögn og önnur innsend gögn og uppfylltu allir sjö umsækjendur sett skilyrði, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu stofnunarinnar. Vegagerðin áætlar að senda útboðsgögn til verktaka í næsta mánuði.

Eftirtaldir aðilar óskuðu eftir að taka þátt í útboðinu:

1. ÍAV hf., Íslandi og Marti Contractors Ltd., Sviss.
2. Ístak hf., Íslandi og Per Aarsleff A/S, Danmörku.
3. Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi.
4. LNS Saga ehf., Íslandi og Leonhard Nilsen & Sønner AS, Noregi.
5. MT Höjgaard Iceland ehf., Íslandi og MT Höjgaard A/S, Danmörku.
6. C.M.C di Ravenna, Ítalíu.

7. Aldesa Construcciones, Spáni.

Í upptalningunni er fyrrnefndi aðilinn tilnefndur í forsvari fyrir verkið, þegar tveir eð fleiri verktakar bjóða sameiginlega.

Framkvæmd Dýrafjarðarganga felur í sér lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum. Sú leið sem þykir koma til greina gerir ráð fyrir vegstæði frá Mjólká í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú; 8,1 kílómetra nýlagningu vegar og 5,6 km löngum göngum. Því er um að að ræða 13,7 km langt vegstæði og 27,4 km styttingu á Vestfjarðavegi.

Áformað er að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á fyrstu mánuðum ársins 2017. Framkvæmdir hefjist svo eftir mitt ár 2017 og taki um þrjú ár.

 

Óviðunandi vegasamband

Í fétt á vef Vegagerðarinnar segir að samvinna og samskipti á landsvæði eins og Vestfjörðum hljóti að vera háð því að samgöngur séu greiðar. Með það í huga sé núverandi vegasamband á milli Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslu óviðunandi; hvort sem er út frá vegtæknilegu sjónarmiði, af öryggis ástæðum eða fyrir þær sakir að vegurinn er ófær stóran hluta vetrar og þar sé snjóflóðahætta oft mikil.

 

Morgunblaðið 9. september 2016.


« Febrśar »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28