A A A
  • 1988 - Guđmundur Ólafsson
  • 1998 - Berglind Eva Rúnarsdóttir
Sérstćđir sólargeislar í Haukadal í Dýrafirđi. Fjalliđ Kolturshorn í baksýn. Ljósm. H. S.
Sérstćđir sólargeislar í Haukadal í Dýrafirđi. Fjalliđ Kolturshorn í baksýn. Ljósm. H. S.

Dýrfirðingar hafa lengi verið miklir skógræktarmenn. Rekja menn það allt til séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi og hins stórkostlega framtaks hans í Skrúð upp úr 1900. Þar af er komið orðið skrúðgarður sem kunnugt er.

   Þeir Miðbæjarfeðgar í Haukadal, Kristján og Hákon sonur hans, smituðust heldur betur af þessum áhuga í haust. Fengu þeir hvorki meira né minna en 11.000 lerkiplöntur hjá Sæmundi í Skjólskógum til gróðursetningar þar í dalnum. En sauðkindin lítur ekki við lerki sem kunnugt er þannig að það þarf ekkert að girða. Eru þeir feðgar langt komnir með gróðursetninguna. Þegar hann hljóp í 12 stiga gadd um daginn var Miðbæjarkarlinn ekkert í vandræðum. Fór hann og sótti stóra jarnkallinn hans föður síns, rak hann í frostgaddaða jörðina og bjó þannig til hæfilegar holur fyrir plönturnar! Segja sumir að hann hafi jafnvel notað haglabyssuna í sama skyni. Seljum við það ekki dýrara en við keyptum, en fullyrðum að þeir Haukdælir drepast ekki ráðalausir. 

« September »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30