A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
27.01.2017 - 11:37 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið,Ísfirðingafélagið

SÓLARKAFFI ÍSFIRÐINGAFÉLAGSINS Í KVÖLD - 27. jan. 2017

Oft er mikið fjör á Sólarkaffinu, líkt og þessi mynd frá 2013 ber með sér.
Oft er mikið fjör á Sólarkaffinu, líkt og þessi mynd frá 2013 ber með sér.

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið í kvöld, 27. janúar 2017, á Grand Hótel Reykjavík.

Stjórnin lofar sérlega glæsilegu kvöldi þar sem Ísfirðingar og gestir þeirra koma saman og gera sér glaða stund. Tvírétta matseðillinn innifelur vestfirskt lambalæri og að sjálfssögðu verður einkenni Sólarkaffisins, Kaffi og rjómapönnukaka í eftirrétt. Sérstakir gestir á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins 2017 verða heiðurshjónin  Siggi Jóh. og Sæa sem hafa verið einstakir stuðningsmenn Ísfirðingafélagins í gegnum árin.

Sólarkaffið er afar vinsæll viðburður meðal brottfluttra Ísfirðinga og sannast það til að mynda á því að seldur er hver einasti miði sem í boði var fyrir kvöldið, en hægt er að koma á ballið.

Húsið opnar klukkan 17 og hefst dagskráin klukkan 19.

Veislustjóri er Dagný Björk danskennari dóttir Péturs Valdimarssonar og Stefaníu (Nínu) Guðmundsóttur. Mugi-feðgar skemmta báðir gestum. Muggi eða Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafna er ræðumaður kvöldsins og sonur hans Örn Elías Guðmundsson eða Mugison spilar og syngur nokkur af sínum bestu lögum.

Happdrætti Sólarkaffisins verður á sínum stað og eftir mat og skemmtun verður brostið í dans undir hressum tónum Hússins á sléttunni, með Halldór Smárason og þá Olgeirs bræður úr Bolungarvík í framlínunni.


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31