Ráðherrakapallinn fyrir vestan: - Ferðamálaráðherrann nýi er heldur betur með vestfirsk gen í æðum!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hinn nýi ferðmálaraðherra með meiru, er sko aldeilis með vestfirsk gen (erfðavísa) í æðum sínum.
Á síðu hennar segir svo:
„Ég er fædd og uppalin á Akranesi en ættuð af Vestfjörðum. Móðir mín, Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (sjúkraliði) er dóttir Ásgeirs Hannessonar frá Ármúla í Ísafjarðardjúpi og Þórdísar Katarínusardóttur frá Arnadal í Skutulsfirði. Faðir minn, Gylfi R. Guðmundsson (þjónustustjóri) er sonur Guðmundar Helga Ingólfssonar frá Hnífsdal og Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur frá Ísafirði, búsett í Reykhólasveit.“
Þetta eru skemmtilegar upplýsingar og munum við nú láta ættfræðinga okkar ganga í málið með hina ráðherrana. En alla vega geta Vestfirðingar tekið gleði sína á ný og leikið við hvern sinn fingur!