A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
02.05.2015 - 07:18 | Hallgrímur Sveinsson,Á vettvangi dagsins:

Nú er gott líf í Færeyjum, gamli!

Frá Færeyjum eða Fjáreyjum eins og þær heita raunverulega.
Frá Færeyjum eða Fjáreyjum eins og þær heita raunverulega.
« 1 af 4 »

Þessa dagana vinna fjórir Færeyingar við það á Sveinseyraroddanum í Dýrafirði að setja saman fiskeldiskvíar. Eru þeir frá fyrirtæki í Færeyjum sem er verktaki hjá Dýrfiski við þetta verk.

Við fórum á vettvang og hittum þessa góðu frændur okkar að máli. Tóku þeir okkur vel sem vænta mátti.  Þeir sögðu okkur að þeir væru í fæði hjá henni Diddu í Söluskálanum, sem er færeysk í aðra ættina. Svo sofa þeir hjá Finna og Sirrý Við fjörðinn.


Hvernig líður fólki í Færeyjum núna?

Nú er gott líf í Færeyjum, gamli.

Nógur fiskur í sjónum?

Já, já alveg nóg.

Þið munið þegar Færeyingar lánuðu okkur Íslendingum alla þá peninga sem þið gátuð fyrir nokkrum árum?  Þið skröpuðu hverja einustu krónu sem þið áttuð í Fjáreyjum. Þá  áttum við  minna en ekki neitt. Vorum á leið fyrir björgin.

Já, já, við muna tað. Við erum bræður og erum í sama bátnum. Sama er að segja um Grænlendinga.

Hvað eru margir íbúar í Fjáreyjum þessa dagana?

Fjörutí og niggju túsund (49,000). Í Þórshöfn eru þeir um 20,000. Og í Klakksvík um 5000 svo dæmi séu tekin.

Í gamla daga sögðu Færeyingar: Íslendingurinn getur allt. Hefur þetta nú ekki snúist við í dag.

Getur ekki Færeyingurinn allt?

Að þessu hlógu þessir glaðværu og viðkunnanlegu bræður okkar og vinir. Kannski eitthvað til í því sögðu þeir. Enn eiga þeir eftir um fjögurra daga vinnu á Sveinseyraroddanum og þá skilja þeir eftir sig verk upp á fimm milljónir króna danskar eða um 100 milljónir íslenskar.  

Færeyskan er náskyld íslensku að sjálfsögðu.
Dæmi upp á það er Faðirvorið upp á færeysku:


Faðir vár, Tú, sum ert í Himli. Heilagt verði navn Títt.

Komi ríki Títt. Verði vilji Tín,

sum í Himli, so á jørð.

Gev okkum í dag okkara dagliga breyð. Og fyrigev okkum syndir okkara,

so sum vit eisini fyrigeva teimum, ið móti okkum synda.

Leið okkum ikki í frestingum, men frels okkum frá tí illa.

Tí at tít er ríkið, valdi og heiðurin um allar ævir.

Amen

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31