A A A
24.05.2011 - 11:23 | bb.is

„Mjög gaman og lítið stress“

Frá krýningu Ungfrú Vestfjarða. Karen er lengst til vinstri.
Frá krýningu Ungfrú Vestfjarða. Karen er lengst til vinstri.
Stúlkurnar þrjár sem tóku þátt í keppninni um Ungfrú Ísland fyrir hönd Vestfjarða, stóðu sig allar með prýði þótt engin þeirra hafi komist á pall. Aðspurð segir Karen Lind Richardsdóttir frá Þingeyri að mjög lítið stress hafi verið í gangi í sjálfri keppninni. „Þetta var upplifun út af fyrir sig og við græddum hver fyrir sig nýjar vinkonur og reynslu svo segja má að við séum allar sigurvegarar." Hún hafnaði í öðru sæti í keppninni um Ungfrú Vestfirðir en auk hennar tóku þátt Ingunn Fanney Hauksdóttir sem var kjörin Ungfrú Vestfirðir og Bylgja Dröfn Dal Magnúsdóttir sem hreppti þriðja sætið, en þær eru báðar frá Ísafirði.

Aðspurð segir Karen það ekki hafa valdið taugatitringi að vita að keppninni væri sjónvarpað í beinni útsendingu. „Ég fann allavega lítið fyrir því, við vorum náttúrulega óvanar myndavélum en ég held að það hafi bara komið vel út engu að síður. Annars var þetta bara mjög gaman og mjög lítið stress að mér fannst."

 

Sigrún Eva Ármannsdóttir sigraði í keppninni Ungfrú Ísland. Hún er 18 ára frá Akranesi og sigraði í keppninni Ungfrú Vesturland í vor. Í öðru sæti varð Guðlaug Dagmar Jónasdóttir og í þriðja sæti varð Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir. Í 4.-5. sæti urðu Gurrí Jónsdóttir og Hjördís Hjörleifsdóttir. Keppendur kusu Ísold Einarsdóttur vinsælustu stúlkuna.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30