A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
02.07.2015 - 06:58 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Jóhannes Ólafsson

Jóhannes Ólafsson.
Jóhannes Ólafsson.
Jóhannes Ólafsson fæddist í Haukadal við Dýrafjörð 2. júlí 1859. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, f. 11.6. 1819, d. 31.12. 1899, bóndi þar, og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 16.5. 1823, d. 24.6. 1911 húsfreyja, dóttir Jóns Bjarnasonar í Stapadal. Jóhannes átti átta systkini og var nafnkunnast þeirra Matthías Ólafsson alþingismaður.

Eiginkona Jóhannesar var Helga Samsonardóttir, f. 18.11. 1856, d. 13.5. 1949, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Samson Samsonarson, trésmiður og hreppstjóri á Brekku í Dýrafirði, og k.h. Ósk Gunnarsdóttir. Börn Jóhannesar og Helgu: Sigurður, Gunnar Andrew, Fríða, Leifur, Óskar og Ingibjörg Ólöf, sem lést ung. Gunnar var kennari á Ísafirði en hin systkinin bjuggu á Þingeyri.

Jóhannes nam trésmíði 1880-1882, var trésmiður á Ísafirði 1882-1883, í Haukadal í Dýrafirði 1883-1887 og á Þingeyri frá 1887 til æviloka. Hann var einnig póstafgreiðslumaður á Þingeyri frá 1898 til æviloka og gjaldkeri sparisjóðsins á Þingeyri frá stofnun hans 1896 til æviloka.

Hreppstjóri var Jóhannes frá 1889 til dauðadags og oddviti 1896-1928. Hann var upphafsmaður að því að stofnaður var barnaskóli á Þingeyri og sat hann í skólanefnd og var formaður hennar 1908-1923. Þá var hann bókavörður bókasafnsins á Þingeyri til 1926 þegar það var flutt að Héraðsskólanum á Núpi. Hann hafði fjölmörg mál á sinni hendi í hreppnum og var umboðsmaður breskra togarafélaga sem leita þurftu til Þingeyrar. Jóhannes talaði enda ensku og einnig dönsku.

Jóhannes var alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1903-1908, sá fyrsti fyrir V-Ísafjarðarsýslu því áður voru báðar Ísafjarðarsýslur eitt kjördæmi, og sat hann fyrir Heimastjórnarflokkinn.

Þegar Jóhannes var á Ísafirði lærði hann á harmonium og hélt uppi söng og söngkennslu þegar hann flutti til Þingeyrar. Kona hans var einnig söngelsk og var oft leikið og sungið á heimili þeirra.

Jóhannes lést 14. júní 1935.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 2. júlí 2015

 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31