Menningarfulltrúi -Vestfirska forlagsins- að störfum
Afmælissamkoma - Menningar-Staður í fjögur ár
Í fyrradag voru fjögur ár frá því vefurinn vinsæli „Menningar-Staður" fór í loftið. Það var þann 19. febrúar 2013.
Í tilefni þessa var sérlaga vel heppnað morgunboð hjá -Vinum alþýðunnar- að Sölvabakka á Eyrarbakka í morgun, þriðjudaginn 21. febrúar 2017.
Létt var yfir -Vinum alþýðunnar- hvað sagðar voru sögur af manni og öðrum að þeirra hætti.
Verstfirska forlagið á Þingeyri heiðraði samkomuna og hið góða starf –Vina alþýðunnar- með bókalottói.
Vinningashafar voru:
Þórður Grétar Árnason, Selfossi
Elfar Guðni Þórðarson, Stokkseyri
og Siggeir Ingólfsson, Eyrarbakka.
Menningar-Staður færði til myndar og er myndaalbúm komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282043/
Af: www.menningarstadur.123.is