18.11.2010 - 11:00 | Tilkynning
Markaðsdagur í Félagsheimilinu
Næstkomandi laugardag, milli kl. 13 og 18, verður Markaðsdagur í Félagsheimilinu á Þingeyri. Þá verður hægt að kaupa ýmis konar vörur og handverk í jólapakkana. Einnig verður hægt að kaupa kaffi, kakó og eitthvað gott í gogginn í kaffisalnum. Þeir sem vilja selja eða sýna vörur geta haft samband við Rakel eftir kl. 4 á daginn í síma 867-9438 eða sent póst á gudrunbr@isafjordur.is. Borðið kostar 1000 krónur en sú upphæð rennur í húsgagnasjóð Félagsheimilisins.
Allir velkomnir!