A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
28.07.2016 - 08:49 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Lúxusvara frá Örnu í haust

Bláber hafa verið sögð ein vandaðasta ofurfæðan en mjólkurframleiðslan Arna borgar 2000 krónur fyrir kílóið af hreinsuðum aðalbláberjum.
Bláber hafa verið sögð ein vandaðasta ofurfæðan en mjólkurframleiðslan Arna borgar 2000 krónur fyrir kílóið af hreinsuðum aðalbláberjum.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri vestfirska mjólkurframleiðandans Örnu í Bolungarvík, vill nýta það besta úr náttúrunni og auglýsir nú eftir fólki til berjatínslu á Vestfjörðum.

„Já, við viljum nýta berin sem eru hérna um öll fjöll í haustjógúrt og bragðið yrði þá úr íslenskum aðalbláberjum.“

Um er að ræða árstíðabundna vöru en að sögn Hálfdáns hlaut jólajógúrt fyrirtækisins góðar viðtökur neytenda í fyrra og vonast hann eftir sambærilegum viðbrögðum neytenda við haustjógúrtinu.

„Fyrir síðustu jól lögðum við úr höfn með fyrstu árstíðarbundnu vöruna okkar, grískt jólajógúrt með eplum og kanil. Hún vakti mikla lukku meðal fólks og ég vona að haustjógúrtið eigi eftir að gera það líka enda eru aðalbláberin rík af næringu og bragði.“

 

Ætluð sem lúxusvara

Töluvert ódýrara er að kaupa bláberjaþykkni en Hálfdán segir hugmyndina að bjóða viðskiptavinum sínum upp á það besta.

„Bljáberjajógúrtinu verður pakkað í glerkrukku, líkt og við gerum með jólajógúrtið okkar, því við viljum bjóða upp á góða vöru í fallegum umbúðum.“

Framleiðsla jógúrtsins ræðst af því hversu duglegt fólk er að tína ber og selja Örnu og segir Hálfdán liggja í þessu tækifæri fyrir íþróttafélög og fólk sem vill skapa sér örlitlar aukatekjur.

„Við borgum fólki 2.000 krónur fyrir kílóið af hreinsuðum aðalbláberjum. Íþróttafélög gætu því notað þetta sem tekjuöflun og eins fólk sem vill næla sér í aukatekjur.“

Berjatíminn fer senn að hefjast og reiknar Hálfdán með því að fyrsta framleiðsla bláberjajógúrtsins komi í verslanir í september.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31