A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
27.04.2019 - 14:13 | Hallgrímur Sveinsson

Lóa, lóa, lóa, lóa, lóa!

Jæja. Nú er lóan komin í Arnarfjörð. Nánar tiltekið á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Gömlu brýnin, sem héldu uppi merki staðarins í 40 ár, sáu eina lóu á svokölluðu Húsatúni fyrir neðan fjárhús staðarins um kl. 16 í gær, 26. apríl. Það var ánægjuleg sjón.

Þegar þau svo fóru til baka í Dýrafjörð, hvað haldið þið að þau sjái á Brekkuhálsinum? Þar var bara lóupar að spóka sig á miðjum veginum! Nú vantar ekkert nema Frú Kríu og kallinn hennar. Og kannski einhverja fleiri ljúfa vorboða.

Nýjustu fregnir herma að lóan sé löngu komin á Eyjuna hjá þeim Berta, Ástu og Brandi í Hólum í Dýrafirði.

Hún er vön að steypa sér þar niður beint úr langfluginu að utan hundruðum saman. Sumir segja jafnvel í þúsundavís.

Og hún er líka komin að Auðkúlu í Arnarfirði. Og örugglega víðar.

Frábærar fréttir!

 
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31