A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz frá Tröð, þjóðleikhússtjóri, með Thorbjörn Egner á tröppum Þjóðleikhússins 1962. Þá setti Þjóðleikhúsið upp fyrstu sýninguna á leikritinu Dýrunum í Hálsaskógi. Sló aldeilis í gegn. Var ekki fyrst sýnt í heimalandi Egners, Noregi, heldur á Íslandi! (Leikskrá)
Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz frá Tröð, þjóðleikhússtjóri, með Thorbjörn Egner á tröppum Þjóðleikhússins 1962. Þá setti Þjóðleikhúsið upp fyrstu sýninguna á leikritinu Dýrunum í Hálsaskógi. Sló aldeilis í gegn. Var ekki fyrst sýnt í heimalandi Egners, Noregi, heldur á Íslandi! (Leikskrá)

Sá góðkunni útvarpsmaður, Jónas Jónasson, segir svo í bók sinni Lífsháskinn: "Fólkið í Reykjavík virðist oft ekki vita af því að austan Elliðaánna er líka til fólk sem býr yfir geysimiklum hæfileikum, frásagnarkúnst og lífsgleði. Fólkið í sveitum Íslands kann að skemmta sér, flytja menningu sína, leiklist og söng, og okkur kemur það öllum við. Ég hef stundum verið ásakaður um að vera sveitalegur í þáttagerð minni og ég tek því sem kærkomnu hrósi." (Svanhildur Konráðsdóttir, Forlagið Rvk. 1991). 

Þessi orð Jónasar geta verið einskonar mottó fyrir það sem fer fram í menningunni á Þingeyri í Dýrafirði þessa dagana.

Leikdeild Íþróttafélagsins Höfrungs hefur nú sett upp rétt eina stórsýninguna. Að þessu sinni er það hinn heimsfrægi Kardemommubær eftir Norðmanninn Thorbjörn Egner sem er á fjölunum í Félagsheimilinu. Barnaleikrit, sem ekki er síður fyrir hina svokölluðu fullorðnu! Elfar Logi Hannesson leikstýrir. Nema hvað?

    Í leikskrá eru taldar upp 20 persónur og leikendur auk fjölda rótara og annarra hjálparmanna. Allir leikararnir eru ungt fólk á öllum aldri. Eru þeir allir meira og minna fæddir leikarar og þarf ekki fleiri orð um það. Nöfn verða engin nefnd. Umfram allt er leikgleði í fyrirrúmi og leiftrandi fjör upp um alla veggi. Allir kunna replikkurnar sínar og allt streymir fram á áreynslulausan hátt. Svo má ekki gleyma róturunum baksviðs og í kringum sýninguna. Þar er valinn maður í hverju rúmi og allt sjálfboðaliðar. Hvað annað! Auðvitað er sýningin ekki hnökralaus. Það er engin leiksýning, hvorki á hjara veraldar né í Þjóðleikhúsinu. Heildarsvipurinn er þó slíkur að undrum sætir. Verður það auðvitað að skrifast á reikning leikstjórans eða Tóbíasar gamla í Turninum!

   Ævintýraleikritið Kardimommubærinn stendur yfir hátt í tvo tíma. Það má vera til marks um þessa sýningu Leikdeildar Höfrungs, að yngstu sýningargestirnir, ekki háir í loftinu, eru alveg með á nótunum allan tímann. Loks skal þess getið að mikil aðsókn hefur verið á allar leiksýningarnar. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31