A A A
  • 1960 - Ragnar Gunnarsson
  • 1993 - Guđbjartur Sigurđur Konráđsson
Nýja stjórnin. F.v.: Gretar Ţór, Henný, Ómar Örn, Jón Svanberg formađur, Jón Grétar, Anna Kristín og Ólafur.
Nýja stjórnin. F.v.: Gretar Ţór, Henný, Ómar Örn, Jón Svanberg formađur, Jón Grétar, Anna Kristín og Ólafur.
Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Landsbjargar var kosinn formaður Önfirðingafélagsins á aðalfundi félagsins fyrir viku síðan. Jón Svanberg segir að með sér í stjórn félagsins sé öflugur hópur, bæði nýtt fólk á þessum vettvangi, eins og hann sjálfur en einnig fólk sem hefur verið í stjórn félagsins til lengri eða skemmri tíma. ,,Ég hlakka til að vinna með þessum vinum mínum og öllum sem viljið hag þessa félags sem mestan," segir nýi formaðurinn.

Að afloknum aðalfundi skipti stjórnin með sér verkum sem hér segir:
Jón Svanberg Hjartarson, formaður (á rætur að hluta að Núpi og Klukkulandi í Dýrafirði)

Ómar Örn Magnússon, ritari
Jón Grétar Magnússon, gjaldkeri
Gretar Þór Sæþórsson, meðstjórnandi
Henný Árnadóttir, meðstjórnandi
Anna Kristín Gunnarsdóttir, varamaður (á rætur að hlut að Höfða í Dýrafirði)
Ólafur Kristjánsson, varamaður

 

Stjórnin ræddi á sínum fyrsta fundi ýmis aðkallandi verkefni svo sem félagatal, heimasíðu, samfélagsmiðla og fleira. Það liggur fyrir að koma þarf heimasíðumálum á hreint og uppfæra síðuna eða hreinlega að endurnýja hana þannig að standist öryggiskröfur og að hún verði betur varin innbrotum. Þá verða hýsingarmál skoðuð sérstaklega. Á meðan er það feisbókin sem gildir: Önfirðingafélagið er hér á feisbók.

Starf Önfirðingafélagsins var gríðarlega öflugt til margra ára – svo öflugt að eftir því var tekið á landsvísu. ,,Það gerðist ekki af sjálfu sér og eiga margir miklar þakkir skilið fyrir framlagið. Það er ekki á neinn hallað þó Björns Inga Bjarnasonar sé sérstaklega getið þegar horft er til baka þótt margir hafi komið að málum áður og með honum í gegn um tíðina. Ný stjórn Önfirðingafélagsins mun óhikað leita ráða og aðstoðar hjá þeim sem áður hafa stjórnað félaginu, í þeirri viðleitni að efla starfið til framtíðar. Gerum Önfirðingafélagið aftur að skemmtilegum vettvangi allra Önfirðinga, heima og heiman, segir Jón Svanberg á feisbókarsíðu félagsins.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31