A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
17.06.2017 - 22:14 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Jón Sigurðsson tók loks af skarið: - Ingibjörg sat í festum í 12 ár!

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

Vorið 1845 hélt Jón Sigurðsson til Íslands til að sitja endurreist Alþingi fyrir Ísafjarðarsýslu og vitja heimhaganna fyrir vestan. Um haustið voru þau Ingibjörg Einarsdóttir gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hafði hún þá setið í festum, sem kallað var, í 12 ár. Þá var hún 41 árs en hann 34 ára. Þau voru bræðrabörn.

Meðfylgjandi ljósmynd, sem ekki er vitað hver tók, var smellt af skömmu eftir brúðkaupið. Er hún ein elsta ljósmynd sem til er af Íslendingum. Á myndinni er Jón dökkur á brún og brá, sem sjá má. Skömmu síðar varð hann hvíthærður og var það alla tíð síðan. Er það einkenni úr móðurætt hans að vestan.

Svo er annað. Þetta er eina ljósmyndin sem vitað er um af Jóni Sigurðssyni þar sem önnur persóna er á mynd með honum.

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31