A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
05.11.2017 - 08:19 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Í tilefni stjórnarmyndunarviðræðna: - Verður maður ekki að reyna að hafa gaman af þessu?

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.

Sumir líta svo alvarlega á sjálfa sig að þeir eiga erfitt með að fara með gamanmál. Og geta varla fyrirgefið öðrum gamansemina í hinu daglega amstri og kalla slíkt fíflagang. Sem það er auðvitað stundum.

  „Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ Svo mælti hinn landsþekkti Vestfirðingur, Eiríkur Kristófersson, skipherra.

   Í einum morgunþætti sínum í vetur á Rás 1 tók Óðinn Jónsson Katrínu Jakobsdóttur á beinið, en sumir telja reyndar að hún sé ættuð héðan að vestan. Voru þau auðvitað að ræða svokölluð stjórnmál. Í lok samtals þeirra sagði Óðinn:

   „Verður maður ekki að reyna að hafa gaman af þessu?“

   Þeirri spurningu hins geðþekka útvarpsmanns svaraði Katrín, sem sumir kalla „fermingarstelpuna“ í heiðursskyni, stutt og laggott:

   „Jú. Guð minn góður! Ef maður gerir það ekki, getur maður bara hætt.“

   Er þetta ekki mergurinn málsins?


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31