A A A
  • 1975 - Jón Hrafnkell Árnason
20.12.2019 - 13:27 | Vestfirska forlagiđ

Hjólabókin um Skaftafellssýslur er komin út

Hjólabókin um Skaftafellssýslur er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Er það sú sjötta í röðinni. Hjólabækurnar þeirra Smára og Nínu eru löngu orðnar klassískar. Með Skaftafellssýslum er kominn liðlega helmingur af landinu í hjólabækur. Í þeim öllum er geysilega mikið af upplýsandi litmyndum. Í bókunum er lýst hjólaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring. Loka má hringnum á einum degi. Hagnýtar upplýsingar um hverja leið fylgja. Hjólabækurnar eru einsdæmi á Íslandi. Gott ef ekki í öllum heimi! Þær eru fyrir alla sem áhuga hafa á landinu okkar.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31