A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
27.04.2015 - 06:50 | Hallgrímur Sveinsson

Heita laugin á Dynjanda

Hér vantar bara heimasæturnar! Ljósm.: H. S.
Hér vantar bara heimasæturnar! Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Leyndardómar Vestfjarða:

Á hjallanum ofan við gamla bæjarstæðið á Dynjanda í Arnarfirði er upphlaðin, þríhyrnd laug, sem fáir vita um. Er laugin skemmtilegt mannvirki sem kemur á óvart.


   Þorvaldur Thoroddsen mældi hitann í lauginni 26. júlí 1887 (Ferðabókin) og reyndist hann þá vera 26,5 gráður á Celsíus.

Hinn 19. september 1996 reyndist laugarhitinn vera 27,3 gráður. Svo mældu þeir vinirnir Sófus Guðmundsson og Elís Kjaran sem nú dvelja á æðri lendum. Þess skal getið til gamans, að hitinn í sundlauginni á Þingeyri er oftast 29 gráður á Celsíus.

   Ekki er vitað nákvæmlega hvernig laugin var notuð, en sumir segja að þar hafi þvottur verið þveginn og kannski hafa heimasæturnar á Dynjanda baðað sig í henni áður og fyrr.                               

 (Mannlíf og saga 3. hefti)  Vestfirska forlagið

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31