07.06.2015 - 07:31 | bb.is,Þorgerður Elíasdóttir
Heilt lambalæri og pekanhnetu ísterta
Ég er nú ekkert alltaf að bjóða fólki í mat en þegar kemur að matarboði hjá mér mundi ég helst vilja bjóða upp á lambalæri. Það er mitt uppáhald og klikkar aldrei. Eftir þennan eðalmat er gott að gæða sér á góðum eftirrétti og myndi ég þá bjóða upp á súkkulaði - Pekanhnetu ístertu.
Heilt lambalæri
Beikon
salt
pipar
kjöt og grill krydd
smá sykur
Blanda kryddinu og sykrinum saman í skál , sker beikonið í bita og velti því upp úr kryddblöndunni. Sting ofaní lærið með hníf á nokkrum stöðum og set beikonið ofan í. Læt svo lærið bíða í kæli í tvo sólarhringa. Steiki það í ofni á 160°c í svona einn og hálfan til tvo tíma og hækka svo hitann á ofninum upp í 180 – 200 °c í sirka hálftíma til að fá flotta góða skorpu á kjötið. Nota með þessu rjómalagaða sveppasósu og nota soðið af kjötinu.
Meðlæti:
Brúnaðar kartöflur, heimagert rauðkál og grænmeti.
Súkkulaði - Pekanhnetu ísterta
6 egg
6 msk sykur
100 gr bráðið mars með 5 msk rjóma
7 dl rjóma
2tsk vanilludr.
150 gr súkkulaði dökkt eða ljóst skorið í litla bita.
100 gr pekanhnetur
100 gr heslihnetur hakkaðar smátt.
60 gr karamellusíróp og aðeins meira til skrauts.
Aðferð:
Þeyta saman eggjarauður og sykur , létt og ljóst. Hellið svo bráðnu marssúkkulaði saman við. Þeytið síðan rjómann og blandið honum varlega saman við blönduna ásamt súkkulaðinu, pekanhnetunum og vanilludropunum. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim síðan varlega saman við allt saman. Setjið hakkaðar heslihnetur í botninn á meðalstóru kökuformi, hella svo blöndunni yfir og hella síðan karamellusírópinu yfir og blanda því saman við með því að snúa hníf nokkra hringi í gegn um ísinn. Passa að fara ekki með hnífinn of nálægt botninum Frysta í lágmark 5 klukkustundir.
Ég skora á systur mína, Kristínu Elíasdóttur, að koma með sælkerauppskrift í næstu viku.
Heilt lambalæri
Beikon
salt
pipar
kjöt og grill krydd
smá sykur
Blanda kryddinu og sykrinum saman í skál , sker beikonið í bita og velti því upp úr kryddblöndunni. Sting ofaní lærið með hníf á nokkrum stöðum og set beikonið ofan í. Læt svo lærið bíða í kæli í tvo sólarhringa. Steiki það í ofni á 160°c í svona einn og hálfan til tvo tíma og hækka svo hitann á ofninum upp í 180 – 200 °c í sirka hálftíma til að fá flotta góða skorpu á kjötið. Nota með þessu rjómalagaða sveppasósu og nota soðið af kjötinu.
Meðlæti:
Brúnaðar kartöflur, heimagert rauðkál og grænmeti.
Súkkulaði - Pekanhnetu ísterta
6 egg
6 msk sykur
100 gr bráðið mars með 5 msk rjóma
7 dl rjóma
2tsk vanilludr.
150 gr súkkulaði dökkt eða ljóst skorið í litla bita.
100 gr pekanhnetur
100 gr heslihnetur hakkaðar smátt.
60 gr karamellusíróp og aðeins meira til skrauts.
Aðferð:
Þeyta saman eggjarauður og sykur , létt og ljóst. Hellið svo bráðnu marssúkkulaði saman við. Þeytið síðan rjómann og blandið honum varlega saman við blönduna ásamt súkkulaðinu, pekanhnetunum og vanilludropunum. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim síðan varlega saman við allt saman. Setjið hakkaðar heslihnetur í botninn á meðalstóru kökuformi, hella svo blöndunni yfir og hella síðan karamellusírópinu yfir og blanda því saman við með því að snúa hníf nokkra hringi í gegn um ísinn. Passa að fara ekki með hnífinn of nálægt botninum Frysta í lágmark 5 klukkustundir.
Ég skora á systur mína, Kristínu Elíasdóttur, að koma með sælkerauppskrift í næstu viku.