A A A
09.09.2017 - 08:02 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Gagn og gaman endurútgefin - Var einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár

Gagn og gaman.  Lestrarbókin kom fyrst út haustið 1933, talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti bókarinnar, síðast var það prentað 1985. Bækurnar hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið.
Gagn og gaman. Lestrarbókin kom fyrst út haustið 1933, talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti bókarinnar, síðast var það prentað 1985. Bækurnar hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið.
« 1 af 2 »

Sísi sem segir s-s-s, X og Z sem eru hjón og Ási sem býr á Ósi eru eflaust greypt í minni margra Íslendinga sem lærðu að lesa með Gagni og gamni.

Lestrarbókin, sem hefur verið ófáanleg í áratugi, hefur nú verið endurútgefin af Bókaútgáfunni Sæ- mundi og fæst í flestum betri bókabúðum. „Það er mikill áhugi á þessari gömlu bók og hún er líklega sú bók sem hefur oftast verið beðið um í fornbókaversluninni hjá okkur án þess að við höfum getað leyst úr því. Eintökin sem koma inn af Gagni og gamni eru mjög fá og oftast nær í mjög döpru ástandi því bókin var lesin upp til agna af litlu fólki,“ segir Bjarni Harðarson bókaútgefandi.

Gagn og gaman kom fyrst út haustið 1933 og þá í einu hefti. Bókin var samvinnuverkefni Ísaks Jónssonar og Helga Elíassonar, sem fengu Tryggva Magnússon listmálara til að gera teikningar. Árið 1941 var bókinni skipti í tvö hefti og með nýrri og breyttri útgáfu árið 1955 var fyrra heftið prentað í lit og Þórdís dóttir Tryggva teiknaði nýjar myndir við þá kafla sem bætt var við. Seinna heftið var litprentað 1959. Var verkið þá komið í endanlega gerð. Gagn og gaman var síðast prentað 1985.

Veröld sem var

Gagn og gaman byggist á hljóð- aðferð við lestrarkennslu og var hún nær einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár. „Bókin er í góðu gildi sem lestrarbók; þó að aðferðirnar til að læra að lesa séu nokkrar er þessi hljóðaðferð enn viðurkennd og góð aðferð. En það verður að hafa það hugfast að þetta er bók lið- ins tíma og það eru ýmis merki um okkar gamla samfélag í henni, kynjaskipting er í föstum skorðum, pabbinn vinnur úti, mamman er heima og afinn situr í stól og púar pípu. Allt er þetta samt svona frekar fallegt og alveg laust við að það sé að finna í þessu, eins og stundum var að finna í gömlum bókum, sjónarmið sem við kærum okkur minna um að halda að ungu fólki,“ segir Bjarni.

Þeir sem hafa sóst eftir bókinni eru langoftast fólk sem hefur langað til að reka nefið ofan í þennan gamla heim æsku sinnar og jafnvel sýna hann yngri kynslóðum, segir Bjarni. „Það er gríðarlega stór hluti þjóðarinnar sem þekkir þessa bók, en fyrir mörgum er þetta fyrsti bókin sem þeir lásu. Við finnum það alveg að fólk er að kaupa Gagn og gaman af því að því finnst gaman að hitta þessa veröld aftur og af því að það á góðar minningar um bókina.“

YFIR 200.000 EINTÖK VERIÐ PRENTUÐ

Fengið sterk viðbrögð

Talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti Gagns og gamans, sem er tala sem þekkist annars ekki um bækur að sögn Bjarna. Fyrsta prentun af endurútgáfunni telur um 1.000 eintök og er Bjarni að velta fyrir sér hvort hann þurfi að setja prentvélarnar í gang aftur því salan hefur farið mjög vel af stað. „Við höfum sjaldan fengið jafn sterk við- brögð við einni bók,“ segir Bjarni. Afkomendur höfunda Gagns og gamans eiga réttinn að verkinu og átti Bjarni mjög gott samstarf við syni Helga og Ísaks, Sigurjón Ísaksson og Harald Helgason um endurútgáfuna.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endurútgáfu á seinna hefti Gagns og gamans.

 

Morgunblaðið 6. september 2017.




« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30