A A A
  • 2012 - Freyja Dís Hjaltadóttir
27.04.2014 - 07:10 | BIB,Hallgrímur Sveinsson

Frá Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps

Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð á þeim tíma er einstaklingur rak þar myndarlegt sauðfjárbú. Nú er þar eyðibýli í sinu á vegum þess opinbera. Ljósm.: Valdís Veturliðadóttir.
Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð á þeim tíma er einstaklingur rak þar myndarlegt sauðfjárbú. Nú er þar eyðibýli í sinu á vegum þess opinbera. Ljósm.: Valdís Veturliðadóttir.
« 1 af 2 »

Frá Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps

               Ályktun um atvinnumál

Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps, haldinn í Mjólkárvirkjun á sumardaginn fyrsta 24. apríl 2014, samþykkti eftirfarandi ályktanir um atvinnumál.  

Landbúnaður

Það þarf að opna landið fyrir fólkinu

Ríkisjarðir á Vestfjörðum, sem ekki eru nýttar í dag, verði auglýstar lausar til ábúðar eða notkunar í ýmsu atvinnuskyni. Stjórnvöld beiti sér einnig ákveðið fyrir því að jarðir í einkaeign, sem ekki eru í notkun, verði nýttar á ýmsan markvissan hátt. Kemur þar margt til greina sé rétt að staðið.  Það hefur til dæmis verið sannað, að  hægt er með ótrúlegum árangri að rækta bleikju og regnbogasilung í hinum ísköldu  vestfirsku ám og vötnum. Meira að segja í bæjarlæknum.  Hér gæti orðið um vistvæna vestfirska stóriðju að ræða ef menn vilja.  Tækifærin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að opna landið fyrir fólkinu.

 

Sjávarútvegur

Fiskvinnslufólkið á sinn rétt

Fundurinn krefst þess að sjávarútvegsráðherra skili til baka hluta af frumburðarrétti Vestfirðinga. Það gengur ekki upp að útgerðarmenn, að þeim ólöstuðum, ráði því hvar byggð skuli haldast á Íslandi. Fiskvinnslufólkið á sinn rétt. Hann hefur verið af því tekinn. Ef ekkert er fast í hendi með útveg frá vissum stöðum, leggst byggð þar af. Þar duga ekki neinar gustuka- eða miskunnarúthlutanir. Þetta vita allir. Ef menn vilja breyta þessu verðum við að afhenda þessum stöðum aðgang að óveiddum fiski í sjónum til frambúðar. Svo einfalt er það.  

Kapp er best með forsjá

   Fundurinn fagnar þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað í sjókvíaeldi í vestfirskum fjörðum. Jafnframt varar fundurinn við því að menn fari of geyst í þeim efnum. Litið verði vel til allra átta áður en það er of seint. Kapp er best með forsjá.

Óargadýrin

Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps, haldinn að Mjólkárvirkjun 24.apríl 2014, mótmælir þeim samningi sem Ísafjarðarbær hefur gert við Félag refa og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ, nú síðast árið 2013, þar sem allt fjármagn sem Ísafjarðarbær leggur til í veiðar á ref og mink, skal greitt til Félags refa- og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ. Aðalfundurinn gerir þá kröfu til Ísafjarðarbæjar að  allir þeir sem veiða ref og mink innan bæjarmarkanna, fái greidd sömu skotlaun, hvort sem þeir eru í fyrrnefndu félagi eða ekki.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30