A A A
  • 1979 - Steinberg Reynisson
25.06.2017 - 21:46 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Flett upp á gömlum blöđum: - Völva Ţingeyrarvefsins spáđi fyrir um hruniđ á árinu 2007

Hús Matthíasar Ólafssonar í Haukadal, reist 1885, stórmerkilegt mannvirki, löngu horfiđ. Ţá voru miklir uppgangstímar í dalnum. Ljósmyndari ókunnur.
Hús Matthíasar Ólafssonar í Haukadal, reist 1885, stórmerkilegt mannvirki, löngu horfiđ. Ţá voru miklir uppgangstímar í dalnum. Ljósmyndari ókunnur.

Nú á miðsumri er fróðlegt að sjá hverju hin heimsfræga Völva Þingeyrarvefsins spáði fyrir það herrans ár 2007.

 

Völvan spáði m. a. svo, korteri fyrir hrun:

 

Eftirfarandi atburðir, sem tengjast Dýrafirði og Arnarfirði, spái ég að muni koma fram á næsta ári, 2007. Það skal tekið fram til að forðast misskilning, að ef einhverjir af þessum spádómum mínum koma ekki fram á því herrans ári, þá færast þeir sjálfkrafa fram á árið 2008 og þá eru þeir nokkuð öruggir.

 

Veður ársins

Ég spái því að veður ársins verði tiltölulega hagstætt öllum almenningi, til lands og sjávar. Það verður almennt gott veður, en lakara verður það á milli. Snjór mun verða nokkur í fjöllum svo skíðamenn haldi sæmilegum sönsum. Og það getur alveg farið svo að það verði hvít jól. Skautasvell mun verða þokkalegt með köflum á Seftjörn í Haukadal og undir Fögrubrekku.

 

Dýrafjarðargöng

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun lemja það í gegn á Alþingi á árinu að veitt verði fjárveiting í undirbúning Dýrafjarðarganga. Er ekki annað að sjá en verkið muni hefjast á miðju ári 2009.

  

Tiger Woods

Golfklúbburinn Gláma mun heldur betur verða í sviðsljósinu þar sem hinn heimsþekkti kylfingur, Tiger Woods, mun koma í Dýrafjörð í júlí eða október og leika listir sínar á vellinum í Meðaldal.

 

Lágfóta

Ekki mun verða mikið um tófu á árinu nema kannski helst seinni partinn, þegar yrðlingar fara að braggast. Gárungarnir munu koma fram með frumvarp að mannsnafninu Lágfóta og er það í framhaldi af samþykkt Mannanafnanefndar á nafninu Melrakki.

 

Flugfreyjufélagið

Flugfreyjufélag Íslands mun halda aðalfund sinn í Haukadal í ágúst. Verður þá uppi fótur og fit, en það mun verða í fyrsta sinn sem félagið heldur aðalfund sinn utan Reykjavíkur. Þá mun Flugfreyjukórinn halda veglega tónleika í Samkomuhúsinu í Haukadal og verður aðgangur ókeypis.

 

Hringvegur

Sá rómaði hringvegur milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, gjarnan nefndur Kjaransbraut, verður vinsælli en nokkru sinni. Fólk mun bókstaflega flæða þessa mögnuðu leið, sem engum fannst ómaksins vert að leggja, nema fjöllistamanninum Elísi Kjaran. Nú vilja margir Eddu kveðið hafa!!

 

Sumarsælubúðir

Lagður verður grunnur að framtíðar sumarbúðum fyrir börn í Dýragfirði, sem vekja munu verðskuldaða athygli, jafnvel út fyrir landsteinana. Aðstaða fyrir börn af öllu landinu verður fyrsta flokks, húsnæði gott og afþreying í hæsta gæðaflokki. Þetta mun líklega verða talin bylting ársins í Dýrafirði og hugsanlega á Vestfjörðum öllum.

 

Sálarlíf

Það verður ansi létt í Dýrfirðingum á árinu og jafnvel taka sig upp hin elstu bros. Þessu veldur geðprýði margra heimamanna og mun hún njóta sín til hlítar.

 

Uppákomur

Upp úr miðjum júlí verða mikil hátíðarhöld í Haukadal og verður greint frá því síðar hver ástæða þeirra er, en mikill fjöldi fólks mun streyma að, jafnt kristnir sem heiðnir menn, jafnvel Ásatrúar og verður glatt á hjalla.

 

Að lokum óskar Þingeyrarvefsvölvan öllum árs og friðar og minnir fólk á að ganga hægt um gleðinnar dyr, flýta sér hægt í lífsgæðakapphlaupinu, sem lýkur hugsanlega um miðjan ágúst, ef svo heldur fram sem horfir. 

 

 

« Febrúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28