A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Í lok september hófust körfubolta- og fótboltaæfingar hjá nemendum í 4. til 10. bekk í Gunnskólanum á Þingeyri. Æfingarnar hafa gengið vonum framar og ber tölfræðin vitni um það. Af nemendum 7. til 10. bekk hafa að meðaltali 76,7% nemenda mætt á hverja körfuboltaæfingu og 82% nemenda hafa komið í heildina. Í fótboltanum hefur þetta hlutfall ekki verið mikið lægra en að meðaltali hafa 73,5% nemenda í 7.-10. bekk verið að mæta á þær æfingar. Þá hafa að jafnaði 53% nemenda í 4.-6. bekk sótt æfingar.„ Nokkuð góður grunnur var til staðar á meðal nemenda á knattspyrnusviðinu en körfubolti var óþekkt íþrótt og því virkilega skemmtilegt að innleiða íþrótt þar sem allir byrjuðu með sömu þekkingu á leiknum. Hafa nemendur tekið miklum framförum", segir Bogi Ragnarsson, íþróttaþjálfari barnanna en hann er einnig skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri.

Bogi segir að í upphafi var mikilvægt að nemendur lærðu reglur körfuboltans og var það fljótt að koma. „Bolta- og skottækni nemenda hefur tekið töluverðum framförum og hefur verið unnið markvisst með þessa þætti. Þannig hafði undirritaður lagt áherslu á að nemendur öðluðust metnað og ánægju af því að spila þessa íþróttagrein sem áður var nánast óþekkt í Dýrafirði og eru þessir þættir svo sannarlega til staðar hjá nemendum. Þá hefur töluverð vinna verið lögð í að skapa leikskilning hjá nemendum og má sjá töluverðar framfari nú þegar", segir Bogi sem er að vonum hæstánægður með ungu íþróttakappana. „Þrátt fyrir að enn sé töluvert starf óunnið er upphafið vissulega langt fram úr öllum væntingum og ef fram heldur sem horfir á árangurinn ekki eftir að láta á sér standa í vetur. Það má því draga þá ályktun að íþróttalíf í Dýrafirði standi í miklum blóma enda efniviðurinn góður og áhuginn mikill."

 

Æfingatímar eru sem hér segir:

Körfubolti (7.-10. bekkur): Miðvikudaga 18-19 (60 mín)
Fótbolti (7.-10. bekkur): Miðvikudaga 19-20 (60 mín)
Körfubolti (7.-10. bekkur): Fimmtudaga 18:15-19 (45 mín)
Fótbolti (7.-10. bekkur): Fimmtudaga 19-19:30 (Spilað) (30 mín)
Fótbolti (4.-7. bekkur): Þriðjudaga 16:45-17:30 (45 mín)
Körfubolti (4.-6. bekkur): Þriðjudaga 17:30-18:15 (45 mín)
Fótbolti (4.-7. bekkur): Fimmtudaga 16:45-17:30 (45 mín)
Körfubolti (4.-6. bekkur): Fimmtudaga 17:30-18:15 (45 mín)

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30