A A A
  • 1966 - Ólafur Kristján Skúlason
14.06.2017 - 07:00 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Fer brosandi í gegnum lífið

Bloggað Katrín Björk Guðjóns­dótt­ir, 24 ára Flat­eyr­ing­ur, er dug­leg að blogga um bata­ferli sitt. Hún fer bros­andi í gegn­um lífið þótt hún hafi glímt við af­leiðing­ar heila­blæðinga í þrjú ár.
Bloggað Katrín Björk Guðjóns­dótt­ir, 24 ára Flat­eyr­ing­ur, er dug­leg að blogga um bata­ferli sitt. Hún fer bros­andi í gegn­um lífið þótt hún hafi glímt við af­leiðing­ar heila­blæðinga í þrjú ár.

 Katrín Björk Guðjónsdóttir, 24 ára Flateyringur, bloggar um bataferli sitt  Tvö ár liðin frá því hún lamaðist eftir mikið heilablóðfall  „Tel mig vera heppnustu manneskju í heimi“

„Ég lærði alltof ung að ég geng ekki að morg­un­deg­in­um vís­um og síðan ég fór að muna eft­ir mér þá nýt ég hverr­ar líðandi stund­ar. Ég er svo ótrú­lega hepp­in að þetta hug­ar­far hef­ur fylgt mér al­veg síðan þá og mun fylgja mér út lífið.“ Þannig hefst blogg­færsla Katrín­ar Bjark­ar Guðjóns­dótt­ur, 24 ára Flat­eyr­ings, sem glím­ir við al­var­leg veik­indi. Hún set­ur færsl­una inn á síðu sína, katr­in­bjork­gu­djons.com, í dag í til­efni af því að tvö ár eru liðin frá því hún lamaðist við heila­blóðfall og hóf að blogga um bata­fer­il sinn.

Katrín Björk fékk fyrstu heila­blæðing­una fyr­ir þrem­ur árum. Þá var hún 21 árs há­skóla­nemi að far­ast úr próf­kvíða og las allt náms­efnið mörg­um sinn­um yfir. Þá fékk hún litla heila­blæðingu og missti kraft í hægri hluta lík­am­ans. Morg­un­inn eft­ir var hún á góðri leið með að end­ur­heimta all­an kraft­inn og var hin fúl­asta að fá ekki að fara heim til að halda áfram að læra. Þegar hún vaknaði morg­un einn, um tíu dög­um síðar, hafði hún fengið blóðtappa og gat ekki hreyft hægri hönd­ina.

 

Var í hug­ar­hel­víti um tíma

„Um leið og ég áttaði mig á þessu lá leiðin mín bein­ustu leið inn í ógeðslegt hug­ar­hel­víti, ég var að far­ast úr hræðslu við eig­in hugs­an­ir. Næstu sjö mánuðir liðu í mesta sárs­auka sem ég hef upp­lifað, dag­arn­ir liðu í mesta felu­leik sem ég hef upp­lifað og næt­urn­ar liðu nán­ast því all­ar al­veg eins, ég var svo ógeðslega hrædd að ég gat ekk­ert sofið því ég hrædd­ist svo hugs­an­ir mín­ar og drauma þannig að ég laumaðist alltaf sem lengst frá öll­um og grét alla nótt­ina,“ skrif­ar Katrín.

 

Eft­ir þannig nótt vaknaði hún og ætlaði að snúa við blaðinu. Hljóp 5 kíló­metra í þeim til­gangi að reyna að losna við hræðsluna og svaf svo næstu nótt áhyggju­laus­um svefni, í fyrsta sinn í lang­an tíma. Dag­inn eft­ir fékk hún mikla heila­blæðingu og var flutt með sjúkra­flug­vél til Reykja­vík­ur þar sem gerð var á henni aðgerð.

„Ég man svo vel að á sama tíma og mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegn­um þá fyllt­ist ég gleði, ham­ingju og ró og þess­ar til­finn­ing­ar hafa ekki vikið frá mér síðan 15. júní 2015 og munu aldrei fara. Hinn 15. júní end­ur­heimti ég stelp­una sem ég hef alltaf verið,“ skrif­ar Katrín á blogg sitt.

Þegar hún er spurð hvernig hún hafi farið að því að halda gleði og hug­ar­ró í tvö erfið ár svar­ar hún: „Ég hef al­veg frá því ég man eft­ir mér verið svo vit­laus að ég tel mig vissa um að vera heppn­ustu mann­eskju í heimi og mér finnst að öll­um eigi að finn­ast það sama um sjálfa sig. Af því að ég er svona hepp­in hef­ur þessi gleði, ham­ingja og ró ein­kennt mig frá því ég man eft­ir mér.“

Á blogg­inu kem­ur fram að hún lít­ur á veik­indi sín sem flækju sem hún ætl­ar sér að leysa, sama hvað það tek­ur lang­an tíma.

 

Skrif­ar um hið já­kvæða í líf­inu

Nú, tveim­ur árum eft­ir stóru heila­blæðing­una, hef­ur Katrín ekki fengið afl í vöðva tal­fær­anna. Því er erfitt að skilja mál henn­ar. Þá hafi hún aðeins kraft til að borða maukaðan mat. Jafn­vægið sé ekki gott og noti hún því oft­ast hjóla­stól.

 

„Ég gæti svo vel falið mig inni í her­bergi og verið reið og fúl við lífið, þar gæti ég í friði bloggað og sagt bara frá því vonda, öll­um sam­skipt­um sem hafa gjör­sam­lega farið úr bönd­un­um, og ég gæti skrifað bara um það hvað ég þrái að vera ekki svona. Þá væri lífið mitt held­ur svip­laust fyr­ir minn smekk, ég hef alltaf þurft að fara bros­andi í gegn­um lífið. Þess vegna skrifa ég nán­ast ein­göngu um já­kvæða hluti sem láta mér líða vel því sama þótt ég geti hvorki gengið né talað þá hef ég heila hugs­un og ég get farið bros­andi og hlæj­andi í gegn­um allt lífið,“ skrif­ar Katrín Björk Guðjóns­dótt­ir.

Morgunblaðið 14. júní 2017.

 

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30