A A A
17.06.2015 - 07:03 | Hallgrímur Sveinsson

Engu skoti var hleypt af og enginn var líflátinn

Jón Sigurđsson.
Jón Sigurđsson.

Í tilefni dagsins: Karlssonur að vestan fór út í heim 3. grein

Svo ólíklegt sem það má nú teljast, stóðu skjalasöfn dönsku stjórnarinnar Jóni nánast opin en þar smíðaði hann vopnin í baráttu þjóðar sinnar fyrir innlendri stjórn. Þau vopn voru hvorki byssur né sverð, heldur söguleg og siðferðileg rök. Engu skoti var hleypt af í þeirri baráttu og enginn líflátinn. Danir tóku mark á sögulegum rökum og veittu Íslandi takmarkaða sjálfstjórn 1874, einmitt á þeim tíma sem önnur nýlenduveldi voru að brjóta undir sig lönd og þjóðir, sem ekkert höfðu til saka unnið.  

   Jón Sigurðsson kynntist helstu stjórnmálamönnum Dana nokkuð náið og fylgdist alla tíð vel með hvað efst var á baugi á hverjum tíma í dönskum stjórnmálum og hagaði baráttu sinni með tilliti til þess. Og upplagið af Nýjum félagsritum, sem margir mundu telja að hafi verið uppreisnarblað, fékk Jón Sigurðsson að geyma í sjálfri dönsku konungshöllinni!

 

17. júní 2015

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31