A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir

Eftirfarandi fyrirspurn sendum við til Innanríkisráðuneytisins 27. janúar 2016. Svar barst í dag, 11. marz 2016.

Efni fyrirspurnar: Kæru vinir.
Fyrir hönd Þingeyrarvefsins langar mig til að forvitnast um stöðu mála í sambandi við Dýrafjarðargöng.

1. Liggja fyrir einhverjar fjárveitingar til verksins? Hverjar eru þær?

2. Er búið að ákveða hvenær verkið verður boðið út?

Bestu þakkir og kveðjur.
Hallgrímur Sveinsson.

Svar ráðuneytisins hljóðar svo:

Tilvísun í mál: IRR16010363

Sæll Hallgrímur.

  1. Til undirbúnings og útboðs eru ætlaðar 100 m.kr. í Dýrafjarðargöng á þessu ári og samkvæmt tillögu að samgönguáætlun fyrir 2015-2018, sem lögð var fyrir Alþingi 27.05.2015, en var þó ekki afgreidd, var 1.500 m.kr. ætlaðar til verksins árið 2017 og 3.000 m.kr. árið 2018.
  1. Reiknað er með að forval fari fram um mitt þetta ár og útboð síðla þessa árs.

Kv.

 


Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur / Engineer

Samgöngur / Transport
Skrifstofa innviða / Department of Infrastructure
Innanríkisráðuneyti / Ministry of the Interior
Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík, Iceland
Sími/Tel: +(354) 545 9000
innanríkisraduneyti.is / Fyrirvari/Disclaimer

 



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31