A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
17.06.2015 - 06:49 | Hallgrímur Sveinsson

Danir hlustuðu á söguleg rök

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Í tilefni dagsins: Karlssonur að vestan fór út í heim 1. grein

Það er mat okkar Íslendinga að stjórn Dana á landi okkar í aldanna rás hafi ekki verið viturleg. En framkoma þeirra við Jón Sigurðsson verður seint metin að verðleikum, enda var hann maður þeirrar gerðar, að Danir báru fyrir honum mikla virðingu. Þó ótrúlegt sé, vildu margir þeirra flest fyrir hann gera, en hann átti að sjálfsögðu einnig sína hörðu andstæðinga á þeim bæ.

   Danir sáu Jóni fyrir vinnu, en hann var helsti sérfræðingur í íslensku handritunum á 19. öld og í sögu Íslands var honum enginn fremri. Sjaldan mun svo lítið hafa verið í danska ríkiskassanum, að ekki væri hægt að greiða Jón Sigurðssyni fyrir fræðistörf hans. Munu þess fá dæmi ef nokkur, að nýlenduveldi hafi komið svo fram við frelsisleiðtoga hjálendu sinnar sem Danir við Jón Sigurðsson, en í raun áttu þeir alls kostar við hann, ef út í það hefði verið farið.

 

17. júní 2015


Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31