A A A
Nokkurnveginn beint upp af rafmagnsstaurnum utan Rauðsstaða verður gangamunnur Dýrafjarðarganga í fjallshlíðinni Arnarfjarðarmegin. Ljósm. H. S.
Nokkurnveginn beint upp af rafmagnsstaurnum utan Rauðsstaða verður gangamunnur Dýrafjarðarganga í fjallshlíðinni Arnarfjarðarmegin. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Næst er frá því að segja í þessari ferðarollu, að við áðum á Rauðsstöðum og tókum mynd af fjallshlíðinni þar sem Dýrafjarðargöng eiga að koma út Arnarfjarðarmegin.

Svo var haldinn fundur í fjáhúsunum á Borg. Þar kom fram hjá  einum fundarmanna, Steinari R. Jónassyni rafstöðvarstjóra, að frú Ólöf Nordal hefði lýst því yfir fyrir austan um daginn, að Dýrafjarðargöng yrðu næst í gangaröðinni. Útboð er fyrirhugað á næsta ári og einhverjar krónur er búið að setja til hliðar svo hægt sé að taka sólarhæðina. Nú er bara beðið eftir samgönguáætlun, sem væntanlega verður samþykkt á Alþingi fyrir jól segir Steinar. 

En það eru ekki bara göngin. Heldur er nú í bígerð nýr heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. Er stefnt að því að ljúka honum í kjölfar opnunar Dýrafjarðarganga segir Steinar.

Bravó! 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30