A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Jón Sigurðsson á Austurvelli í Reykjavík.
Jón Sigurðsson á Austurvelli í Reykjavík.
« 1 af 2 »

Hallgrímur Sveinsson skrifar:

Margir telja að útgerðaraðallinn eigi megnið af óveiddum fiski í sjónum við Íslandsstrendur. Það sé komin hefð á það. Þarf bara sátt og stöðugleika, frið og ró um afnotarétt þeirra. En happa- og glappaaðferð skal áfram gilda á stöðum eins og Þingeyri, Flateyri, Suðureyri. Kvótakerfið hefur lamað þær byggðir meira og minna. Þar gilda engar hefðir, friður og ró, sátt og stöðugleiki. Ótrúlegt.

   Vel má rifja upp að þegar best lét átti Kaupfélag Dýrfirðinga og dótturfyrirtæki á Þingeyri um 7000 tonna veiðiheimildir. Samkvæmt nýjustu verðum á óveiddum fiski í sjónum,  jafngildir það 1,750,000,000 –einum milljarði og sjö hundruð og fimmtíu milljónum króna í dag! Að vísu misstum við þetta út úr höndunum á okkur. Sorglegt. Það er saga sem þarf að rifja upp við tækifæri.

   Alþingismenn! Jón Sigurðsson fylgist með ykkur á táknrænan hátt utan af Austurvelli. Þið bókstaflega verðið að færa fiskvinnslufólki og útvegsbændum aftur frumbyggjarétt þeirra til að lifa af á vissum stöðum á landinu. Færa fólkinu aftur rétt sem af því var tekinn af skammsýni. Og útgerðaraðallinn má til að sýna víðsýni og sanngirni.  Gefa eftir nokkrar tommur. Láta ekki eiginhagsmuni glepja sér sýn. Þið verðið að skilja rétt fólksins í sjávarbyggðum á heljarþröm. 

 

Hallgrímur Sveinsson

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30