A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
15.09.2016 - 19:24 | Vestfirska forlagið,Lilja Rafney Magnúsdóttir,Alþingi

Alþingi: - Lilja Rafney Magnúsdóttir spyr um orkukostnað víða um land

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Orkukostnaður víða um land getur verið margfaldur á við höfuðborgarsvæðið og þar sem hann er lægstur. Ríkisstjórnin lætur eins og jöfnun orkuverðs sé lokið en það er langur vegur frá. Lagði fram fyrirspurn um orkukostnað heimila í landinu.

Fyrirspurn til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um orkukostnað heimila í landinu.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

1.
Hver er meðal árskostnaður vegna raforkunotkunar og húshitunar á 140 fermetra og 350 rúmmetra einbýlishúsi samkvæmt gjaldskrá 1. september 2016 á eftirgreindum stöðum miðað við lægsta fáanlega gjald fyrir orku frá rafveitu og hitaveitu: RARIK dreifbýli, Orkubú Vestfjarða, dreifbýli, Orkuveita Reykjavíkur, dreifbýli, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði Ísafirði, Bolungarvík, Hólmavík, Blönduósi, Skagastönd, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Grenivík, Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn, Vopnafirði, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum, Höfn, Vestmananeyjum, Hvolsvelli, Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík?

2.
Hver hafa helstu áhrif laga nr. 20/2015 verið á þróun raforkuverðs frá gildistöku þeirra? Eru dæmi um gjaldskrárhækkanir eftir gildistöku laganna og hve miklar hafa þær þá orðið og hvar?

3.
Hver hefðu orðið áhrifin af því að leggja jöfnunargjald vegna dreifingar raforku einnig á stórnotendur?

4. Hversu hátt þyrfti framlag ríkissjóðs til jöfnunar á orkukostnaði heimilanna að vera, miðað við orkunotkun 2015, til þess að fullur jöfnuður næðist meðal allra orkunotenda?

 

Skriflegt svar óskast.

 

Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31