A A A
06.08.2015 - 13:58 | Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagiš

6. įgśst 2015 - 114 įr frį bruna Hvalveišistöšvarinnar į Sólbakka žann 6. įgśst 1901

Hvalveišistöšin į Sólbakka viš Önundarfjörš.
Hvalveišistöšin į Sólbakka viš Önundarfjörš.
« 1 af 2 »

5. apríl s.l. voru rétt 126 ár frá því Hans Ellefsen frá Stokke í Vestfold í Noregi og fylgdarlið komu til Sólbakka þann 5. apríl 1889 til uppsetningar hvalveiðistöðvar og útgerðar til hvalveiða frá Önundarfirði.

Strax var hafist handa við uppsetningu stöðvarinnar og annarar aðstöðu á Sólbakka. Á næstu árum var risin þar framleislumesta hvalveiðistöð fyrr og síðar í Norðurhöfum og var Sólbakka-stöðin stærsta atvinnufyrurtækið á Íslandi á sinni tíð með allt að 200 manns við störf.

Fyrsti hvalurinn kom síðan á land þann 24. apríl 1889 og stóðu veiðarnar og vinnslan til 6. ágúst 1901 að stöðin brann. Þá hafði Ellefsen reist aðra stöð að Asknesi í Mjóafirði eystra og eftir brunann á Sólbakka starfrækti hann bara stöðin á Asknesi en Sólbakki var næstu árin selstöð starfseminnar í Mjóafirði.

Stöðin á Sólbakka átti 17.3% af allri framleiðslu hvalaafurða á Íslandi á tímabilinu 1883-1915 og stöðin á Asknesi kom næst með 15.0% þannig að stöðvar Ellefsen áttu um þriðjung alls á landinu þetta tímabil.

 

Björn Ingi Bjarnason.

« Jśnķ »
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30