A A A
 • 1952 - Guđmundur G Guđmundsson
 • 1960 - Friđbert Jón Kristjánsson
15.08.2016 - 06:55 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS HÁSKÓLABÓKASAFN

15. ágúst 1816 - Hiđ íslenska bókmenntafélag var stofnađ

« 1 af 2 »

Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað 15. ágúst árið 1816 og tók við hlutverki Hins íslenska lærdómslistafélags sem stofnað var 1779. Félagið hefur því starfað í tvær aldir.
Bókmenntafélagið hefur staðið fyrir bókaútgáfu sem er fremur fallin til menningarauka en efnalegs ábata. Félagið er útgefandi Skírnis, Tímarits bókmenntafélagsins, og Lærdómsrita bókmenntafélagsins auk fjölmargra bóka á ýmsum sviðum menningar og fræða í samræmi við tilgang félagsins.
Félagið hefur alla tíð lagt sérstaka rækt við sögu landsins, tungu þess og bókmenntir og jafnframt að tengja Íslendinga við hið besta í menntun og vísindum með öðrum þjóðum.

Fimmtudaginn 12. maí  2016 var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags. Á sýningunni er greint frá helstu áföngum í sögu félagsins og stillt fram mörgum merkustu útgáfum þess. Sýningin er unnin í samstarfi Bókmenntafélagsins og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Sýningarhönnun var í höndum Ólafs Engilbertssonar og sýningartexti eftir Braga Þ. Ólafsson og Jökul Sævarsson. Sýningin er styrkt af ríkissjóði og bakhjörlum Bókmenntafélagsins, GAMMA og Landsvirkjun.

 

Jón Sigurðsson og Hið íslenska bókmenntafélag

 

Eitt helsta fræðafélag Íslendinga er Hið íslenska bókmenntafélag. Félagið var stofnað árið 1816 og hefur lengst af gefið út bækur og tímarit sem snúa að sögu og lýsingu lands og þjóðar. Jón gekk í félagið tveimur árum eftir að hann kom til Kaupmannahafnar og er hans fyrst getið í félagaskrá þess vorið 1836. Strax ári síðar var honum falið að skrifa einn árgang af tímariti félagsins,Skírni, ásamt Magnúsi Hákonarsyni og var þá jafnframt kosinn varaforseti félagsins. Árið 1851 var Jón kjörinn forseti félagsins og gegndi þeirri stöðu til dánardags eða í tæp 30 ár. Jón var driffjöðrin í verkefnum félagsins á þessum árum, hann stóð bæði að viðamikilli söfnun þess á íslenskum handritum og réðst í umfangsmikla og fjölbreytta bókaútgáfu. Hinn mikli kraftur sem var í félaginu varð til þess að félagafjöldi þess margfaldaðist, úr 160 árið 1841 í 794 árið 1877.

Bækur og tímarit Hins íslenska bókmenntafélags gefin út í forsetatíð Jóns Sigurðssonar 1851-1879:

 1. Skírnir (1851-1879)
 2. J. G. Fischer, Eðlisfræði (1852)
 3. Hómer, Hómers Odysseifs-kvæði (1854)
 4. Hómer, Ilíons-kvæði (1856)
 5. Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju 1. bindi (1856-1876)
 6. Íslenskt fornbréfasafn 1. bindi (1857–76)
 7. Skýrslur um landshagi á Íslandi 5 bindi (1858–1875)
 8. Biskupasögur 2 bindi (1858–1878)
 9. Halldór Kr. Friðriksson, Íslenzkar réttritunarreglur (1859)
 10. Halldór Kr. Friðriksson, Íslensk málmyndalýsing (1861)
 11. Pétur Guðjohnsen, Íslensk sálmasöngs og messubók með nótum(1861)
 12. Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands 3 bindi (1864–1875)
 13. Quintus Horatius Flaccus, Þýðing bréfa Hórasar. 2 bindi (1864–1886)
 14. Páll Melsteð, Fornaldarsagan (1864)
 15. Halldór Kr. Friðriksson, Skýring hinna almennu málfræðilegu hugmynda (1864)
 16. Björn Gunnlaugsson, Tölvísi (1865)
 17. Nokkur blöð úr Hauksbók og brot úr Guðmundarsögu (1865)
 18. Páll Melsteð, Miðaldasagan (1866)
 19. Jón Sigurðsson, Hið íslenska bókmenntafélag. Stofnan félagsins og athafnir 1816–1866 (1867)
 20. Skýrsla um Forngripasafn Íslands (1868)
 21. Björn Gunnlaugsson, Einföld landmæling til að semja afstöðu uppdrætti með einföldum verkfærum (1868)
 22. Páll Melsteð, Nýja sagan 1. bindi (1868–1875)
 23. Sveinn Níelsson, Presta tal og prófasta á Íslandi (1869)
 24. Skýrsla um handritasafn Hins íslenska Bókmenntafélags (1869)
 25. Jón Thoroddsen, Kvæði (1871)
 26. Einar Ásmundsson, Um framfarir Íslands (1871)
 27. Heinrich Wilhelm Stoll, Kennslubók í goðafræði Grikkja og Rómverja(1872)
 28. Fréttir frá Íslandi (1873–1879)
 29. Skýrsla um Forngripasafn Íslands (1874)
 30. Jón Thoroddsen, Maður og kona (1876)
 31. Sigurður Guðmundsson, Alþingisstaður hinn forni við Öxará (1878)
 32. Þorkell Bjarnason, Um siðbótina á Íslandi (1878)
 33. Henry Enfield Roscoe, Efnafræði (1879)
 34. Archibald Geikie, Eðlislýsing jarðarinnar (1879)
 35. Jónas Jónassen, Um eðli og heilbrigði mannlegs líkama (1879)
 36. Íslenskar fornsögur (1879–)
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31