06.01.2017 - 22:09 | Vestfirska forlagið,Ferðamálastofa
124.800 FERÐAMENN Í DESEMBER 2016
Tæplega 125 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í desember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 54 þúsund fleiri en í desember á síðasta ári. Aukningin nemur 76,1% milli ára. Fjöldi ferðamanna hefur ríflega sexfaldast í desember frá árinu 2010 en aldrei hefur mælst jafn mikil aukning milli ára og nú.
Þess ber að geta að tölur ná yfir allar brottfarir frá landinu. Því má gera ráð fyrir að frávik hvað varðar hlutdeild ferðamanna til landsins séu meiri í desember en aðra mánuði ársins vegna ferðalaga erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis í tengslum við jólaleyfi.